Talsvert um eignatjón á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:23 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna hafa verið kallaðir út vegna óveðursins. Vísir.is/Ernir Eyjólfsson Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30