Enski boltinn

Zlatan: Ljón jafna sig ekki eins og menn

Dagur Lárusson skrifar
Zlatan í leiknum í gær.
Zlatan í leiknum í gær. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United, sneri til baka úr þrálátum meiðslum í gær þegar United tók á móti Newcastle á Old Trafford.

Zlatan kom inná fyrir Anthony Martial á 76. mínútu leiksins og var nálægt því að skora í tvígang en allt kom fyrir ekki. Það var ekki búist við því að Zlatan myndi snúa til baka svona fljótt úr meiðslum en Zlatan sjálfur segir að það hafi ekki komið honum á óvart þar sem ljón jafni sig á skemmri heldur en menn.

„Ég sagði ykkur það, ljón jafna sig ekki eins og menn. Ég hef núna sannað það, í staðinn fyrir að segja það bara.“

„En ef fólk vissi hvers konar meiðsli þetta voru þá myndi það ekki trúa þessu. Fólk heldur að ég hafi bara verið að glíma við krossbandsmeiðsli en það var meira í gangi í hnénu mínu en það.“

„Ég vil þó halda því útaf fyrir mig því ég þarf ekki að segja heiminum frá því, það er mjög viðkvæmt mál.“

Zlatan segist hafa  verið svo ánægður að mæta aftur á völlinn enda hefur hann beðið lengi eftir þessu og lagt hart að sér.

„Ég var mjög spenntur og einnig mjög stoltur á þessu augnabliki. Ég vildi bara drífa mig aftur inná völlinn, finna lyktina af grasinu, spila minn leik, snerta boltann eins oft og ég gat og gera hlutina sem ég gerði ítrekað áður en ég meiddist því ég hef ekki getað gert þessa hluti á meðan ég var meiddur.“ 


Tengdar fréttir

Pogba og Lukaku skoruðu í sigri United

Manchester United tók á móti Newcastle United í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir leikinn var Manchester United í 3.sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Newcastle sat í 9.sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×