Theresa May, forsætisráðherra Breta, skaut í gær hörðum skotum á Vladimír Pútín Rússlandsforseta og stjórnvöld þar í landi sem hún sakar um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir.
May sagði í ræðu sinni í kvöldverðarboði í London í gær að ríkistjórn Pútíns væri að reyna að grafa undan frjálsum samfélögum í heiminum. Það geri Rússar meðal annars með því að hafa áhrif á umræðuna með fölskum fréttum á samfélagsmiðlum og með því að sá fræjum óeiningar á Vesturlöndum.
May slær þarna allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert en hann ítrekaði á dögunum að hann trúi því ekki að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.
Ástæða þeirrar vissu mun vera sú að Pútín sagði honum að ekkert sé til í ásökununum.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)