Innlent

Sáttmálinn undirritaður á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn flokkanna þriggja
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn flokkanna þriggja vísir/ernir
Formenn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu undirrita stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á morgun í Listasafni Íslands.

Hafa formennirnir boðað til blaðamannafundar klukkan tíu þar sem stjórnarsáttmálinn verður kynntur og undirritaður.

Flokkstofnanir flokkanna þriggja samþykktu í kvöld á fundum sínum sáttmála flokkanna þriggja sem unnið hefur verið að síðustu vikur. Stofnanir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykktu sáttmálann samhljóða en flokksráð VG samþykkti hann með miklum meirihluta.

Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mun verða forsætisráðherra ríkistjórnarinnar. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnar hennar muni formlega taka við völdum á morgun.


Tengdar fréttir

Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta

Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×