Innlent

Framsóknarflokkurinn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins kynnti sáttmálann á fundi flokksins í kvöld.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins kynnti sáttmálann á fundi flokksins í kvöld. Vísir/Anton
Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti samhljóða ríkisstjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkinn. Flokkstofnanir flokkanna þriggja hafa nú samþykkt sáttmálann.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, las sáttmálann í framsögu sinni. Ennfremur kom fram í ræðu formanns um að sáttmálinn væri góður vegvísir fyrir umrædda flokka sem munu leitast við að búa til breiða sátt frá miðju til hægri og vinstri.

„Stjórnarsáttmálinn er framsýnn og er góð blanda af áherslum flokkana sem eru sammála um að stuðla að samfélagslegri sátt og bæta lífskjör þannig að allir fái notið jafnra tækifæra“, er haft eftir Sigurði Inga ítilkynningu frá Framsóknarflokknum

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur þegar samþykkt sáttmálann auk þess sem að flokksráð VG samþykkti stjórnarsáttmálann nú fyrir stundu. Þingflokkar flokkanna munu funda á morgun. Fastlega er gert ráð fyrir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun.


Tengdar fréttir

Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta

Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×