Innlent

Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð

Jakob Bjarnar skrifar
Málað verður sérstakt portrett af Steingrími og það sett á vegg þingsins, hann mun semsagt horfa af veggjum þingsins á þingheim framtíðarinnar.
Málað verður sérstakt portrett af Steingrími og það sett á vegg þingsins, hann mun semsagt horfa af veggjum þingsins á þingheim framtíðarinnar. Vísir/Valli
Egill Helgason sjónvarpsmaður á Ríkissjónvarpinu segir nánast frágengið að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti Alþingis, en ráðherralistar væntanlegrar ríkisstjórnar verða kynntir á fimmtudaginn.

Egill nefnir þetta í pistli á bloggsíðu sinni á Eyjunni og telur að vel fari á þessu, hann hafi gríðarlega reynslu og þekki þingið út og inn. Egill nefnir jafnframt að það hafi verið orðrómur í gangi þess efnis að Steingrím hafi langað í þetta embætti. Og Vísir greindi frá því að ýmislegt bendir til þess að Steingrímur hafi nánast verið búinn að leggja drög að þessu ríkisstjórnarsamstarfi þegar hann talaði um gildi þess að VG og Sjálfstæðisflokkurinn gengju í þessa sömu sæng.

„Forseti Alþingis er ekki slæmt djobb. Forsetinn nýtur fríðinda sem ráðherrar hafa, hefur meðal annars bíl og bílstjóra. Og eitt enn – forsetinn fær af sér málverk sem er hengt upp í sölum Alþingis. Til að mála eru fengnir sérstakir portrettmálarar. Eitt sinn tíðkaðist mjög að mála myndir af fyrirfólki, helst körlum auðvitað, en kannski er þetta síðasta vígi portrettmálunar? Steingrímur mun semsagt horfa af veggjum þingsins á þingheim framtíðarinnar – á staðnum þar sem hann hefur starfað og talað lengur en gengur og gerist.“

Þetta þýðir með öðrum orðum það að andi Steingríms J. Sigfússonar mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð í sölum Alþingis. Vissulega setur samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins allar skilgreiningar í pólitík sem byggja á þessum vinstri/hægri ási. Nær væri ef til vill að tala um hring. Augu manna hafa einkum beinst að gremju innan VG með þetta samstarf. En víst er að það mun reynast ýmsum hægri manninum vandkvæðum bundið að kyngja því að Steingrímur verði í þessari stöðu – þessi fyrrum erkiandstæðingur Sjálfstæðismanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×