Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við upphaf fundar þeirra í morgun. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00