Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seinagangur í afgreiðslu Sýslumanns og strangari reglur úti í heimi valda því að ættleiðingum fækkar, þrátt fyrir aukinn áhuga. 32 einstaklingar voru ættleiddir hér á landi í fyrra og hafa ekki verið færri frá árinu 1995.

Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar förum við líka yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum og fjöllum um verslunaræði sem gripið hefur landann, en lögfræðingur Neytendastofu biður fólk að vera á varðbergi því dæmi séu um að verslanir misnoti sér kaupgleðina.

Loks segjum við fréttir af kóngafólki, en Harry Bretaprins ætlar að gifta sig í vor og kynnum okkur skemmtilega hefð á Vestfjörðum sem felst í að nefna skip í höfuðið á venjulegu alþýðufólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×