Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Texti málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar er að verða tilbúinn og á að liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verður mynduð. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um eftirlit fyrirtækja með starfsmönnum en Persónuvernd fær vikulega fyrirspurnir um tilvik þar sem vinnuveitendur fylgjast með eigin starfsmönnum í gegnum öpp í snjallsímum.

Þá fjöllum við um óhugnanlegt mál tengt fíkniefnaneyslu en lögreglan leitar að sölumanni sem selur baneitrað MDMA. Þá fjöllum við um átak Barnaheilla um snjallsímalausan dag en þrjú þúsund manns tóku þátt í dag og voru án snjallsímans.

Loks fjöllum við um þjófóttan kött með hanskablæti í Mosfellsbæ en eigendur hans hafa brugðið á það ráð að setja góssið út á snúru svo það rati til eigenda sinna á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×