Fyrsti bóksölulisti ársins: Arnaldur, Ragnar og Jón Kalman á toppnum Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2017 11:30 Glæpasagnahöfundarnir halda sjó en Jón Kalman er til alls líklegur. Eins og undanfarin ár mun Vísir fylgjast með bóksölu fyrir þessi jólin. Hér getur að líta fyrstu bóksölulistana sem byggir á upplýsingum sem Félag íslenskra bókaútgefenda tekur nú saman. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Fibut, segir að þó þarna sjáist gróf mynd af því sem koma skal í bóksölu fram að jólum þá skekkir það myndina hversu margar bækur eru að koma seint til landsins vegna bilana í prentsmiðjum erlendis og ófara í flutningum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur fólk innan bókageirans af þessu nokkrar áhyggjur. Prentun bóka hefur átt undir högg að sækja og prentsmiðjan Oddi er hætt að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Odda, var aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin.Fáir þekkja bókabransann betur en Bryndís Loftsdóttir. Vísir nýtur fulltingis hennar við að rýna í bóksöluna fyrir þessi jólin.Ástæðan er rakin til gengis krónunnar, miklu hagstæðara er fyrir útgefendur að láta prenta bækurnar utan landsteina en sá böggull fylgir skammrifi sem Bryndís nefnir.Finnskir prentarar setja strik í reikninginn Bookwell í Finnalandi hefur verið að prenta íslenskar bækur en prentsmiðjan sú klikkaði illilega fyrir nokkrum vikum sem olli því að öllu því sem þar var prentað seinkaði. „Þetta er risastór prentsmiðja sem er í gangi 24/7 og hún var stopp vel á aðra viku,“ segir Bryndís. Á mánudaginn 22. nóvember var síðasti frestur til að láta endurprenta bækur svo þær næðu í tæka tíð til landsins fyrir jólabókavertíðina miklu. Þetta þýðir í raun að svo gæti farið að einhverjar bækur verði hreinlega uppseldar, það fer eftir því hversu klókir útgefendur eru að meta eftirspurnina fyrirfram. En, þetta kemur að einhverju leyti í veg fyrir hið svokallaða „svarta hross“ – óvæntar metsölubækur. En, þó má sjá við slíku með pöntun á prenti og flugfrakt. En, það kostar vitaskuld sitt.Glæpasögurnar halda sínu Bókabransinn er því í járnum. En, listarnir segja sína sögu. Arnaldur Indriðason er með mest seldu bók þessara fyrstu vikna í nóvember, enda kom bókin hans út á réttum tíma, ef svo má segja, en hans bækur koma alltaf út þann 1. nóvember.Birgitta Haukdal hefur slegið í gegn sem barnabókahöfundur.Íslenskar skáldsögur eru í efstu þremur sætum tímabilsins. Glæpasögurnar virðast ætla að halda sínu auk þess sem Jón Kalmann blandar sér í þann slag með Sögu Ástu. Þá kemur Ragnar Jónasson í því þriðja með Mistur. Gatið, bók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út í síðustu viku, er svo komin í fjórða sæti skáldsögulistans eftir aðeins nokkra daga sölu og mun líkast til klifra hærra á næstu vikum en hún er í sjötta sæti aðallistans.Barnabókahöfundar gera sig breiða En, svo eru það sértækari listar en aðallistinn sem gaman er að rýna í. Barnabókahöfundar hafa verið að gera sig breiða í bóksölu undanfarin árin og svo verður sennilega í ár einnig. „Gamlar kempur eru áberandi á barnabókalistanum, Birgitta Haukdal, sem slegið hefur í gegn með Láru bókunum sínum situr í þriðja sæti en á jafnframt tvær aðrar bækur neðar á listanum, sem er ákveðið afrek í sjálfu sér.Mikael Torfason hefur tekið forystu í ævisagnagerðinni í margvíslegum skilningi. Ævar Þór Benediktsson er í öðru sæti með fjórðu bókina í bókaflokknum „Þín eigin“ en að þessu sinni dregur hann lesendur inn í heim ævintýranna. Í fyrsta sæti er svo hinn þaulreyndi metsöluhöfundur, Gunnar Helgason, með þriðju bókina um Stellu og fjölskyldu hennar,“ segir Bryndís.Þróun í ævisagnagerð Ævisagnalistinn er spennandi sem slíkur og einnig sem fyrirbæri. Ævisögur hafa stundum átt jólabókasöluna en gengi slíkra bóka hefur hins vegar verið svipaður því hvernig gengur til með rjúpnastofninn. Þar gengur á með reglubundnum sveiflum, þær hafa verið að toppa með um tíu ára millibili. Hins vegar má greina einhverar breytingar í þeim efnum sem eru bókmenntafræðilegs eðlis. Úti í hinum stóra heimi hafa „non fiction“ bækur lengi átt sviðið. Við Íslendingar erum í ýmsu tilliti 10 til 20 árum á eftir tímanum þegar stefnur og straumar erlendis eru annars vegar. Má kannski nefna pönktímabilið sem dæmi í því samhengi. Nú virðist þessi bylgja vera að ná ströndum Íslands og þar leiðir kannski Mikael Torfason, sem hefur sagt skálduðum ævisögum stríð á hendur og ráðist með sleggju á þann múrvegg sem hefur verið byggður milli skáldskapar og svo endurminninga. Það fer því ágætlega á því að hann sé þar á toppi lista.Sólrún Diegó er óvæntasta nafnið í jólabókaflóðinu að þessu sinni.„Já, Mikael er efstur á ævisagnalistanum. Í öðru sæti er svo mest selda bók ársins, hingað til, en það er saga hinnar Norður-Kóresku Yeomne Park, Með lífið að veði. Í þriðja sæti er svo bókin Þúsund kossar eftir Jón Gnarr.Samfélagsmiðlastórstjarnan Sólrún Diego „Óvæntasta innslag listans að þessu sinni er bókin Heima með samfélagsmiðlastórstjörnunni Sólrúnu Diego,“ segir Bryndís sem aðstoðar Vísi við að rýna í listana. Fáir þekkja betur til en einmitt hún þegar bóksalan er annars vegar. Og þetta þykir henni merkilegt. „Í bókinni gefur hún góð ráð varðandi heimilisþrif og hagnýt húsráð en bókin situr í fyrsta sæti listans yfir fræðibækur og bækur almenns efnis og skákar þar refum eins og Jóni Steinari Gunnlaugssyni sem situr í öðru sæti listans með bókina Með lognið í fangið og Óttari Sveinssyni sem situr í því þriðja með Útkall – Reiðarslag í Eyjum.“ En, við skulum láta listana tala sínu máli.Topplistinn 20 söluhæstu titlar Bóksölulistans Myrkrið veit / Arnaldur Indriðason Saga Ástu / Jón Kalman Stefánsson Mistur / Ragnar Jónasson Amma best / Gunnar Helgason Gagn og gaman / Helgi Elíasson og Ísak Jónsson Gatið / Yrsa Sigurðardóttir Þitt eigið ævintýri / Ævar Þór Benediktsson Jólaprjón / Guðrún S. Magnúsdóttir Ekki vera sár / Kristín Steinsdóttir Syndafallið / Mikael Torfason Jól með Láru / Birgitta Haukdal Litla bókabúðin í hálöndunum / Jenny Colgan Settu saman mannslíkamann / Richard Walker Heima / Sólrún Diego Með lífið að veði / Yeomne Park Sakramentið / Ólafur Jóhann Ólafsson Saga þernunnar / Margaret Atwood Með lognið í fangið / Jón Steinar Gunnlaugsson Flóttinn hans afa / David Walliams Útkall, Reiðarslag í Eyjum / Óttar Sveinsson Íslensk skáldverk Myrkrið veit / Arnaldur Indriðason Saga Ástu / Jón Kalman Stefánsson Mistur / Ragnar Jónasson Gatið / Yrsa Sigurðardóttir Ekki vera sár / Kristín Steinsdóttir Sakramentið / Ólafur Jóhann Ólafsson Skuggarnir / Stefán Máni Blóðug jörð / Vilborg Davíðsdóttir Smartís / Gerður Kristný Örninn og fálkinn / Valur Gunnarsson Þýdd skáldverk Litla bókabúðin í hálöndunum / Jenny Colgan Saga þernunnar / Margaret Atwood Kanínufangarinn / Lars Kepler Sögur frá Rússlandi / Ýmsir Ósýnilegi verndarinn / Dolores Redondo Blóð í snjónum / Jo Nesbø Hnotskurn / Ian McEwan Afætur / Jussi Adler-Olsen Ítalskir skór / Henning Mankell Talin af / Sara Blædel Ljóð & leikrit Heilaskurðaðgerðin / Dagur Hjartarson Millilending / Jónas Reynir Gunnarsson Fiskur af himni / Hallgrímur Helgason Kóngulær í sýningargluggum / Kristín Ómarsdóttir Dvalið við dauðalindir / Valdimar Tómasson Slitförin / Fríða Ísberg Gamanvísnabókin / Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman Lífsblóm / Sigurður Hallur Stefánsson Bónus ljóð / Andri Snær Magnason Flórída / Bergþóra Snæbjörnsdóttir Barnabækur - skáldverk Amma best / Gunnar Helgason Þitt eigið ævintýri / Ævar Þór Benediktsson Jól með Láru / Birgitta Haukdal Flóttinn hans afa / David Walliams Henri hittir í mark / Þorgrímur Þráinsson Lára fer í sund / Birgitta Haukdal Verstu börn í heimi / David Walliams Kósýkvöld með Láru / Birgitta Haukdal Bakarísráðgátan / Martin Widmark Hvernig passa á ömmu / Jean Reagan Barnafræði- og handbækur Gagn og gaman / Helgi Elíasson og Ísak Jónsson Settu saman mannslíkamann / Richard Walker Frábærlega framúrskarandi konur / Kate Pankhurst Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna / Sævar Helgi Bragason Skrifum stafina - Rósakot Dýrin á Hóli - púsl og bók / Unga ástin mín Hver er mamma mín? / Unga ástin mínÞegar ég verð stór - landsliðið / Gemma Cary Skafmyndalist / Setberg Fyrstu orðin : púslubók / Unga ástin mín Ungmennabækur Galdra Dísa / Gunnar Theodór Eggertsson Er ekki allt í lagi með þig? / Elísa Jóhannsdóttir Vetrarfrí / Hildur Knútsdóttir Vetrarhörkur / Hildur Knútsdóttir Harry Potter og bölvun barnsins / J.K. Rowling Sölvasaga unglings / Arnar Már Arngrímsson 172 tímar á tunglinu / Johan Harstad Nei, nú ert'að spauga, Kolfinna! / Hrönn Reynisdóttir Skuggasaga : Arftakinn / Ragnheiður Eyjólfsdóttir Leitin að Alösku / John Green Fræði og almennt efni -að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum Heima / Sólrún Diego Með lognið í fangið / Jón Steinar Gunnlaugsson Útkall - Reiðarslag í Eyjum / Óttar Sveinsson Vertu úlfur / Héðinn Unnsteinsson Geymdur og gleymdur orðaforði / Sölvi Sveinsson Auðnustjarnan / Örn Sigurðsson Til orrustu frá Íslandi / Illugi Jökulsson Borgin - heimkynni okkar / Hjálmar Sveinsson / Hrund Skarphéðinsdóttir Draumaland : svefn og svefnvenjur / Arna Skúladóttir Hönnun : leiðsögn í máli og mynd / Ýmsir Ævisögur Syndafallið / Mikael Torfason Með lífið að veði / Yeomne Park Þúsund kossar - Jóga / Jón Gnarr Rúna - Örlagasaga / Sigmundur Ernir Rúnarsson Helgi : minningar Helga Tómassonar / Þorvaldur Kristinsson Claessen : saga fjármálamanns / Guðmundur Magnússon Fjallið sem yppti öxlum / Gísli Pálsson Ekki gleyma mér / Kristín Jóhannsdóttir Elly – ævisaga / Margrét Blöndal Ég er Malala / Malala Yousafazai Matreiðslu- og handverksbækur Jólaprjón / Guðrún S. Magnúsdóttir Heklaðar tuskur / C. S. Rasmussen / S. Grangaard Prjónaðar tuskur / Helle Benedikte Neigaard Pottur, panna og Nanna / Nanna Rögnvaldardóttir Stóra smákökubókin / Fanney Rut Elínardóttir Veisluréttir Hagkaups / Friðrika Hjördís Geirsdóttir Grillréttir Hagkaups / Hrefna Rósa Sætran Himneskt - að njóta / Sólveig Eiríksdóttir Sætmeti án sykurs og sætuefna / Nanna Rögnvaldardóttir Brjálæðislega róandi / Sævar Jóhannesson Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Eins og undanfarin ár mun Vísir fylgjast með bóksölu fyrir þessi jólin. Hér getur að líta fyrstu bóksölulistana sem byggir á upplýsingum sem Félag íslenskra bókaútgefenda tekur nú saman. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Fibut, segir að þó þarna sjáist gróf mynd af því sem koma skal í bóksölu fram að jólum þá skekkir það myndina hversu margar bækur eru að koma seint til landsins vegna bilana í prentsmiðjum erlendis og ófara í flutningum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur fólk innan bókageirans af þessu nokkrar áhyggjur. Prentun bóka hefur átt undir högg að sækja og prentsmiðjan Oddi er hætt að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Odda, var aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin.Fáir þekkja bókabransann betur en Bryndís Loftsdóttir. Vísir nýtur fulltingis hennar við að rýna í bóksöluna fyrir þessi jólin.Ástæðan er rakin til gengis krónunnar, miklu hagstæðara er fyrir útgefendur að láta prenta bækurnar utan landsteina en sá böggull fylgir skammrifi sem Bryndís nefnir.Finnskir prentarar setja strik í reikninginn Bookwell í Finnalandi hefur verið að prenta íslenskar bækur en prentsmiðjan sú klikkaði illilega fyrir nokkrum vikum sem olli því að öllu því sem þar var prentað seinkaði. „Þetta er risastór prentsmiðja sem er í gangi 24/7 og hún var stopp vel á aðra viku,“ segir Bryndís. Á mánudaginn 22. nóvember var síðasti frestur til að láta endurprenta bækur svo þær næðu í tæka tíð til landsins fyrir jólabókavertíðina miklu. Þetta þýðir í raun að svo gæti farið að einhverjar bækur verði hreinlega uppseldar, það fer eftir því hversu klókir útgefendur eru að meta eftirspurnina fyrirfram. En, þetta kemur að einhverju leyti í veg fyrir hið svokallaða „svarta hross“ – óvæntar metsölubækur. En, þó má sjá við slíku með pöntun á prenti og flugfrakt. En, það kostar vitaskuld sitt.Glæpasögurnar halda sínu Bókabransinn er því í járnum. En, listarnir segja sína sögu. Arnaldur Indriðason er með mest seldu bók þessara fyrstu vikna í nóvember, enda kom bókin hans út á réttum tíma, ef svo má segja, en hans bækur koma alltaf út þann 1. nóvember.Birgitta Haukdal hefur slegið í gegn sem barnabókahöfundur.Íslenskar skáldsögur eru í efstu þremur sætum tímabilsins. Glæpasögurnar virðast ætla að halda sínu auk þess sem Jón Kalmann blandar sér í þann slag með Sögu Ástu. Þá kemur Ragnar Jónasson í því þriðja með Mistur. Gatið, bók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út í síðustu viku, er svo komin í fjórða sæti skáldsögulistans eftir aðeins nokkra daga sölu og mun líkast til klifra hærra á næstu vikum en hún er í sjötta sæti aðallistans.Barnabókahöfundar gera sig breiða En, svo eru það sértækari listar en aðallistinn sem gaman er að rýna í. Barnabókahöfundar hafa verið að gera sig breiða í bóksölu undanfarin árin og svo verður sennilega í ár einnig. „Gamlar kempur eru áberandi á barnabókalistanum, Birgitta Haukdal, sem slegið hefur í gegn með Láru bókunum sínum situr í þriðja sæti en á jafnframt tvær aðrar bækur neðar á listanum, sem er ákveðið afrek í sjálfu sér.Mikael Torfason hefur tekið forystu í ævisagnagerðinni í margvíslegum skilningi. Ævar Þór Benediktsson er í öðru sæti með fjórðu bókina í bókaflokknum „Þín eigin“ en að þessu sinni dregur hann lesendur inn í heim ævintýranna. Í fyrsta sæti er svo hinn þaulreyndi metsöluhöfundur, Gunnar Helgason, með þriðju bókina um Stellu og fjölskyldu hennar,“ segir Bryndís.Þróun í ævisagnagerð Ævisagnalistinn er spennandi sem slíkur og einnig sem fyrirbæri. Ævisögur hafa stundum átt jólabókasöluna en gengi slíkra bóka hefur hins vegar verið svipaður því hvernig gengur til með rjúpnastofninn. Þar gengur á með reglubundnum sveiflum, þær hafa verið að toppa með um tíu ára millibili. Hins vegar má greina einhverar breytingar í þeim efnum sem eru bókmenntafræðilegs eðlis. Úti í hinum stóra heimi hafa „non fiction“ bækur lengi átt sviðið. Við Íslendingar erum í ýmsu tilliti 10 til 20 árum á eftir tímanum þegar stefnur og straumar erlendis eru annars vegar. Má kannski nefna pönktímabilið sem dæmi í því samhengi. Nú virðist þessi bylgja vera að ná ströndum Íslands og þar leiðir kannski Mikael Torfason, sem hefur sagt skálduðum ævisögum stríð á hendur og ráðist með sleggju á þann múrvegg sem hefur verið byggður milli skáldskapar og svo endurminninga. Það fer því ágætlega á því að hann sé þar á toppi lista.Sólrún Diegó er óvæntasta nafnið í jólabókaflóðinu að þessu sinni.„Já, Mikael er efstur á ævisagnalistanum. Í öðru sæti er svo mest selda bók ársins, hingað til, en það er saga hinnar Norður-Kóresku Yeomne Park, Með lífið að veði. Í þriðja sæti er svo bókin Þúsund kossar eftir Jón Gnarr.Samfélagsmiðlastórstjarnan Sólrún Diego „Óvæntasta innslag listans að þessu sinni er bókin Heima með samfélagsmiðlastórstjörnunni Sólrúnu Diego,“ segir Bryndís sem aðstoðar Vísi við að rýna í listana. Fáir þekkja betur til en einmitt hún þegar bóksalan er annars vegar. Og þetta þykir henni merkilegt. „Í bókinni gefur hún góð ráð varðandi heimilisþrif og hagnýt húsráð en bókin situr í fyrsta sæti listans yfir fræðibækur og bækur almenns efnis og skákar þar refum eins og Jóni Steinari Gunnlaugssyni sem situr í öðru sæti listans með bókina Með lognið í fangið og Óttari Sveinssyni sem situr í því þriðja með Útkall – Reiðarslag í Eyjum.“ En, við skulum láta listana tala sínu máli.Topplistinn 20 söluhæstu titlar Bóksölulistans Myrkrið veit / Arnaldur Indriðason Saga Ástu / Jón Kalman Stefánsson Mistur / Ragnar Jónasson Amma best / Gunnar Helgason Gagn og gaman / Helgi Elíasson og Ísak Jónsson Gatið / Yrsa Sigurðardóttir Þitt eigið ævintýri / Ævar Þór Benediktsson Jólaprjón / Guðrún S. Magnúsdóttir Ekki vera sár / Kristín Steinsdóttir Syndafallið / Mikael Torfason Jól með Láru / Birgitta Haukdal Litla bókabúðin í hálöndunum / Jenny Colgan Settu saman mannslíkamann / Richard Walker Heima / Sólrún Diego Með lífið að veði / Yeomne Park Sakramentið / Ólafur Jóhann Ólafsson Saga þernunnar / Margaret Atwood Með lognið í fangið / Jón Steinar Gunnlaugsson Flóttinn hans afa / David Walliams Útkall, Reiðarslag í Eyjum / Óttar Sveinsson Íslensk skáldverk Myrkrið veit / Arnaldur Indriðason Saga Ástu / Jón Kalman Stefánsson Mistur / Ragnar Jónasson Gatið / Yrsa Sigurðardóttir Ekki vera sár / Kristín Steinsdóttir Sakramentið / Ólafur Jóhann Ólafsson Skuggarnir / Stefán Máni Blóðug jörð / Vilborg Davíðsdóttir Smartís / Gerður Kristný Örninn og fálkinn / Valur Gunnarsson Þýdd skáldverk Litla bókabúðin í hálöndunum / Jenny Colgan Saga þernunnar / Margaret Atwood Kanínufangarinn / Lars Kepler Sögur frá Rússlandi / Ýmsir Ósýnilegi verndarinn / Dolores Redondo Blóð í snjónum / Jo Nesbø Hnotskurn / Ian McEwan Afætur / Jussi Adler-Olsen Ítalskir skór / Henning Mankell Talin af / Sara Blædel Ljóð & leikrit Heilaskurðaðgerðin / Dagur Hjartarson Millilending / Jónas Reynir Gunnarsson Fiskur af himni / Hallgrímur Helgason Kóngulær í sýningargluggum / Kristín Ómarsdóttir Dvalið við dauðalindir / Valdimar Tómasson Slitförin / Fríða Ísberg Gamanvísnabókin / Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman Lífsblóm / Sigurður Hallur Stefánsson Bónus ljóð / Andri Snær Magnason Flórída / Bergþóra Snæbjörnsdóttir Barnabækur - skáldverk Amma best / Gunnar Helgason Þitt eigið ævintýri / Ævar Þór Benediktsson Jól með Láru / Birgitta Haukdal Flóttinn hans afa / David Walliams Henri hittir í mark / Þorgrímur Þráinsson Lára fer í sund / Birgitta Haukdal Verstu börn í heimi / David Walliams Kósýkvöld með Láru / Birgitta Haukdal Bakarísráðgátan / Martin Widmark Hvernig passa á ömmu / Jean Reagan Barnafræði- og handbækur Gagn og gaman / Helgi Elíasson og Ísak Jónsson Settu saman mannslíkamann / Richard Walker Frábærlega framúrskarandi konur / Kate Pankhurst Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna / Sævar Helgi Bragason Skrifum stafina - Rósakot Dýrin á Hóli - púsl og bók / Unga ástin mín Hver er mamma mín? / Unga ástin mínÞegar ég verð stór - landsliðið / Gemma Cary Skafmyndalist / Setberg Fyrstu orðin : púslubók / Unga ástin mín Ungmennabækur Galdra Dísa / Gunnar Theodór Eggertsson Er ekki allt í lagi með þig? / Elísa Jóhannsdóttir Vetrarfrí / Hildur Knútsdóttir Vetrarhörkur / Hildur Knútsdóttir Harry Potter og bölvun barnsins / J.K. Rowling Sölvasaga unglings / Arnar Már Arngrímsson 172 tímar á tunglinu / Johan Harstad Nei, nú ert'að spauga, Kolfinna! / Hrönn Reynisdóttir Skuggasaga : Arftakinn / Ragnheiður Eyjólfsdóttir Leitin að Alösku / John Green Fræði og almennt efni -að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum Heima / Sólrún Diego Með lognið í fangið / Jón Steinar Gunnlaugsson Útkall - Reiðarslag í Eyjum / Óttar Sveinsson Vertu úlfur / Héðinn Unnsteinsson Geymdur og gleymdur orðaforði / Sölvi Sveinsson Auðnustjarnan / Örn Sigurðsson Til orrustu frá Íslandi / Illugi Jökulsson Borgin - heimkynni okkar / Hjálmar Sveinsson / Hrund Skarphéðinsdóttir Draumaland : svefn og svefnvenjur / Arna Skúladóttir Hönnun : leiðsögn í máli og mynd / Ýmsir Ævisögur Syndafallið / Mikael Torfason Með lífið að veði / Yeomne Park Þúsund kossar - Jóga / Jón Gnarr Rúna - Örlagasaga / Sigmundur Ernir Rúnarsson Helgi : minningar Helga Tómassonar / Þorvaldur Kristinsson Claessen : saga fjármálamanns / Guðmundur Magnússon Fjallið sem yppti öxlum / Gísli Pálsson Ekki gleyma mér / Kristín Jóhannsdóttir Elly – ævisaga / Margrét Blöndal Ég er Malala / Malala Yousafazai Matreiðslu- og handverksbækur Jólaprjón / Guðrún S. Magnúsdóttir Heklaðar tuskur / C. S. Rasmussen / S. Grangaard Prjónaðar tuskur / Helle Benedikte Neigaard Pottur, panna og Nanna / Nanna Rögnvaldardóttir Stóra smákökubókin / Fanney Rut Elínardóttir Veisluréttir Hagkaups / Friðrika Hjördís Geirsdóttir Grillréttir Hagkaups / Hrefna Rósa Sætran Himneskt - að njóta / Sólveig Eiríksdóttir Sætmeti án sykurs og sætuefna / Nanna Rögnvaldardóttir Brjálæðislega róandi / Sævar Jóhannesson
Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira