Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:27 Hermaðurinn fluttur á sjúkrahús í Seoul. Vísir/EPA Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin. Norður-Kórea Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin.
Norður-Kórea Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira