Enski boltinn

300 milljóna kauptilboð í Newcastle

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjölmiðlar í Englandi titla Staveley sem tilvonandi "forsetafrú fótboltans“
Fjölmiðlar í Englandi titla Staveley sem tilvonandi "forsetafrú fótboltans“ Vísir/Getty
Amanda Staveley hefur lagt fram formlegt kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United. Þetta staðfesta heimildir enska miðilsins Sky Sports.

Talið er að kauptilboðið hljóði upp á 300 milljónir punda.



Mike Ashley, núverandi eigandi Newcastle, greindi frá því í október að hann hygðist selja félagið. Hann vonast eftir því að ganga frá kaupunum fyrir jól.



Staveley er eigandi fyrirtækisins PCP Capital Partners og fara kaupin fram í gegnum fyrirtækið.



Staveley er ekki ókunn viðskiptum fótboltafélaga, en hún var meðal þáttakanda í yfirtöku Sheikh Mansour á Manchester City árið 2009.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×