Orkuveitan kaupir aftur skemmdar höfuðstöðvar Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 18:18 Vesturhúsið með rakaskemmdunum er vinstra megin við glerhýsið á myndinni. Vísir/Vilhelm Gengið hefur verið frá kaupum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðstöðvum sínum við Bæjarháls af fasteignafélaginu Fossi. Foss keypti húsin árið 2013 og hefur Orkuveitan leigt þau síðan. Með í kaupunum er vesturhús höfuðstöðvanna sem er stórskemmt af völdum raka. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið og eigendur húsanna hafi saman leitað bestu lausna eftir að skemmdirnar komu í ljós. Vesturhúsið hafi staðið autt um nokkurra mánaða skeið. Það hafi verið OR sem óskaði eftir viðræðum við Foss um lausn á vandanum. Niðurstaða viðræðna varð sú að OR kaupir allt hlutafé fasteignafélagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir lán sem á félaginu hvíla sem nema 4,1 milljarði. OR hyggst endurfjármagna þau með útgáfu skuldabréfa. Gert var ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárhagsáætlun OR sem var samþykkt í stjórn 20. Október. „OR mun eftir sem áður standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins gagnvart þeim sem að húsbyggingunni komu með tilliti til hugsanlegra bóta,” segir í tilkynningunni. Nokkrir lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðir stofnuðu Foss á sínum tíma. OR seldi húsin til félagsins fyrir 5,1 milljarð króna árið 2013 í tengslum við Planið, áætlun um að leysa úr vanda fyrirtækisins. Á þeim tíma þurfti OR að greiða tugi milljarða króna af lánum og skorti lausafé. Í tilkynningunni segir að söluandvirðið hafi verið lagt í varasjóð á sínum tíma. Vaxtatekjur OR af því sé rúmlega 330 milljónum umfram leigugreiðslurnar til Foss. Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Gengið hefur verið frá kaupum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðstöðvum sínum við Bæjarháls af fasteignafélaginu Fossi. Foss keypti húsin árið 2013 og hefur Orkuveitan leigt þau síðan. Með í kaupunum er vesturhús höfuðstöðvanna sem er stórskemmt af völdum raka. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið og eigendur húsanna hafi saman leitað bestu lausna eftir að skemmdirnar komu í ljós. Vesturhúsið hafi staðið autt um nokkurra mánaða skeið. Það hafi verið OR sem óskaði eftir viðræðum við Foss um lausn á vandanum. Niðurstaða viðræðna varð sú að OR kaupir allt hlutafé fasteignafélagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir lán sem á félaginu hvíla sem nema 4,1 milljarði. OR hyggst endurfjármagna þau með útgáfu skuldabréfa. Gert var ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárhagsáætlun OR sem var samþykkt í stjórn 20. Október. „OR mun eftir sem áður standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins gagnvart þeim sem að húsbyggingunni komu með tilliti til hugsanlegra bóta,” segir í tilkynningunni. Nokkrir lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðir stofnuðu Foss á sínum tíma. OR seldi húsin til félagsins fyrir 5,1 milljarð króna árið 2013 í tengslum við Planið, áætlun um að leysa úr vanda fyrirtækisins. Á þeim tíma þurfti OR að greiða tugi milljarða króna af lánum og skorti lausafé. Í tilkynningunni segir að söluandvirðið hafi verið lagt í varasjóð á sínum tíma. Vaxtatekjur OR af því sé rúmlega 330 milljónum umfram leigugreiðslurnar til Foss.
Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45
Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00