Fótbolti

Rússabannið hefur engin áhrif á strákana okkar á HM á næsta ári

Tómas Þór Þórðarson skrifar
HM 2018 fer fram. Svo er víst.
HM 2018 fer fram. Svo er víst. vísir/ernir
Bann Rússa frá þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í febrúar á næsta ári hefur engin áhrif á undirbúning Rússlands fyrir HM í fótbolta sem fram fer næsta sumar, að sögn FIFA.

Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti í gær úrskurð sinn um að meina rússneskum íþróttamönnum þátttöku á Ólympíuleikunum í Pyongyang í Suður-Kóreu út af kerfisbundnu og stórfelldu lyfjamisferli.

Þeir Rússar sem geta sýnt fram á að þeir eru hreinir mega þó keppa í Suður-Kóreu undir hlutlausu flaggi en Rússar eru ekki velkomnir.

Rússum var einnig meinuð þátttaka á sumarleikunum í Ríó á síðasta ári en þetta hefur engin áhrif á HM 2018 í fótbolta sem fyrr segir þar sem strákarnir okkar í íslenska landsliðinu verða í fyrsta sinn í sögunni.

FIFA ætlar að halda áfram eftir plani þrátt fyrir að Vitaly Mutko, fyrrverandi íþróttamálaráðherra og núverandi varaforsætisráðherra, sé bannaður frá aðkomu að Ólympíuleikum til frambúðar. Mutko er lykilmaður í undirbúningsnefnd HM 2018.

„FIFA veit af ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar en hún hefur engin áhrif á undirbúninginn fyrir HM 2018. Við munum halda áfram að skipuleggja það sem verður vonandi frábær viðburður,“ segir í fréttatilkynningu frá FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×