Enski boltinn

Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið.

Allardyce var að vonum ánægður með leikinn, en Everton hoppar upp í 10. sæti með sigrinum. Ekki er langt síðan liðið var í fallsæti.

„Þetta sýnir hvað tveir sigrar í röð geta gert fyrir lið sem eru í erfiðleikum á þessum tímapunkti á tímabilinu. Þetta gefur leikmönnum mikið sjálfstraust,“ sagði Allardyce í viðtali eftir leikinn.

„Þeim ætti að líða vel með sig núna. Völlurinn var ánægður með sigurinn, eins og síðast.“

Stuðningsmenn Everton tóku vel á móti nýja stjóranum og sagðist Allardyce vita það hver hans ábyrgð væri gagnvart stuðningsmönnunum.

„Ég veit að þeir vilja fallegan fótbolta, en líka leikmenn sem leggja hart að sér og vinna fyrir liðið.“

Hann gerði taktískar breytingar á liði sínu í hálfleik þar sem hann sagði Aaron Lennon og Gylfa að vera framar á vellinum og sleppa því að hlaupa of langt aftur í vörn. Sú breyting skilaði sigrinum þar sem hún leyfði Gylfa að komast í þau svæði sem hann þurfti til að skora markið. Allardyce lýsti markinu sem "frábært flikk og klárað vel."

Það vekur athygli að þegar Allardyce talaði um Gylfa í viðtalinu sagði hann Guðni, en ekki Gylfi. Hann er vissulega búinn að vera stutt í starfi, en þrátt fyrir það eru þetta klaufaleg mistök hjá stóra Sam.

Viðtalið má sjá hér að neðan.






Tengdar fréttir

Gylfi á skotskónum í fyrsta leik Allardyce

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton tóku á móti Huddersfield í dag en liðið burstaði West Ham 4-0 í síðasta umferð og síðasta leik David Unsworth með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×