Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 22:13 Fjöldi ásakana um kynferðisofbeldi og áreitni hafa komið fram í garð Harvey Weinstein undanfarna mánuði. Vísir/AFP Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira