Óvíst hvort að afnám nethlutleysis hafi áhrif á íslenska netnotendur Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 15:45 Mótmælandi krefst þess að netinu verði bjargað fyrir utan höfuðstöðvar Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna. Stjórn stofnunarinnar greiðir atkvæði um afnám nethlutleysis í dag. Vísir/AFP Ekki liggur fyrir greining á því hvort að yfirvofandi ákvörðun bandarískra yfirvalda um að afnema reglur um nethlutleysi hafi áhrif á netnotendur í Evrópu og á Íslandi. Sérfræðingur segir að nethlutleysi hafi ekki verið haft í heiðri á Íslandi um áratugaskeið. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um að afnema reglur um svonefnt nethlutleysi á fundi sínum í dag. Nethlutleysi felur í sér að netþjónustuaðilar verða að meðhöndla alla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og tegund. Reglurnar voru settar í forsetatíð Baracks Obama. Baráttufólk sem telur að jafn aðgangur að netinu sé mannréttindi hefur gagnrýnt harðlega áformin um að afnema reglurnar. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki byggju í reynd til mismunandi hraðar „akreinar“ á netinu og rukkuðu eigendur vefsíðna og efnisveitna sérstaklega fyrir aðgang að þeim hraðari. Það kæmi verst niður á smærri vefsíðum og nýsköpun á netinu. Eins gætu netþjónustuaðilar sem reka eigin efnisveitur hægt á umferð til samkeppnisaðila og hyglt sínum eigin. Stóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á um afnám reglnanna. Búist er við mótmælum fyrir utan höfuðstöðvar FCC í Washington-borg í dag. Frægir leikarar eins og Mark Hamill úr Stjörnustríðsmyndunum eru á meðal þeirra sem hafa andæft afnámi nethlutleysis, að því er segir í frétt Reuters.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/VilhelmMismunað eftir uppruna og tegund á Íslandi Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að afnám nethlutleysis sé ekki gott skref fyrir neytendur. „Þessar reglur eru settar til verndar neytendum. Það að afnema þetta gefur tilefni til að ætla að hugsanlega verði hagsmunir neytenda fyrir borð bornir að einhverju leyti,“ segir hann. Möguleg áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna hafa ekki verið metin í Evrópu eða Íslandi. Maríus Ólafsson hjá Internet á Íslandi (ISNIC) segir helst hugsanlegt að íslenskir netnotendur fyndu fyrir áhrifum á smærri vefsíðum sem netþjónustuaðilar vestra hægðu á umferð til. Hann segir hins vegar að nethlutleysi hafi ekki verið haft í heiðri á Íslandi áratugum saman. Íslenskir netþjónustuaðilar mismuni netumferð bæði eftir tegund og uppruna. Í því samhengi bendir hann á að fyrirtækin hafi rukkað hærra verð fyrir erlent gagnamagn en innlent. Þá rukki þau ekki sérstaklega fyrir netnotkun sem hlýst af þeirra eigin efnisveitum en á sama tíma þurfa neytendur að greiða fyrir niðurhal þegar þeir horfa á sjálfstæðar efnisveitur eins og Netflix. „Það er munur á því hvernig þessi umferð er meðhöndluð,“ segir Maríus. Á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var frumvarp um innleiðingu Evrópureglugerðar um nethlutleysi. Þar var nethlutleysi sagt einkennast af því að netnotendur geti nálgast og miðlað efni eða þjónustu á netinu, óháð hug- og tæknibúnaði, notkunareiginleikum, upprunavistfangi eða móttökuvistfangi. Frumvarpið átti að leggja fram í september en ekkert verð af því vegna stjórnarslita. Ekki liggur fyrir hvenær það verður lagt fram.Afnám nethlutleysis gæti búið til mishraðar akreinar á netinu sem kæmi helst niður á minni fyrirtækjum og nýsköpun, að sögn andstæðinga afnáms.Vísir/AFPMeiri fákeppni sums staðar vestanhafs en á Íslandi eða í Evrópu Hrafnkell hjá Póst- og fjarskiptastofnun bendir á að á móti afnámi nethlutleysis geri bandarísk yfirvöld eftir sem áður kröfur um gegnsæi hjá netþjónustufyrirtækjum. Þannig þurfa þau að gera neytendum sínum ljóst ef þau hægja á tiltekinni umferð að rukka meira fyrir ákveðna notkun. Séu neytendur ósáttir geta þeir þá leitað annað. Þannig segir Hrafnkell að afnám nethlutleysis þyrfti ekki að vera skaðlegt ef fullomin samkeppni ríkti á fjarskiptamarkaði og neytendur gætu valið sér netþjónustuaðila eins og þeim sýndist. Sú er þó ekki raunin. Bæði hann og Maríus benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum ríki fákeppni á fjarskiptamarkaði, meiri en á Íslandi eða víða í Evrópu. Þótt samkeppnin sé mikil á sumum svæðum þá séu einnig til svæði þar sem aðeins einn netþjónustuaðila er á markaði. „Þess vegna hafa þeir talið svo mikilvægt að halda þessu nethlutleysi á lofti vegna þess að þú getur ekki farið neitt annað ef þú ert óánægður með hvernig þinn þjónustuaðili leysir málið,“ segir Maríus. „Ef netþjónustuaðilar þar mega hegða sér nánast eins og þeim sýnist gagnvart neytendum bara ef þeir segja þeim frá því án þess að þeir geti valið aðra raunhæfa valkosti þá eru neytendur ekkert í sérstaklega góðum málum,“ segir Hrafnkell. Samkeppnisstofnun Bandaríkjanna gæti þó skorist í leikinn ef netþjónustuaðilar misnota stöðu sína á markaði. Tækni Tengdar fréttir Frumkvöðlar netsins biðla til Bandaríkjastjórnar um að halda í nethlutleysi Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna ætlar að afnema reglur um nethlutleysi í vikunni. Það myndi gera fjarskiptafyrirtækjum kleift að rukka mismikið fyrir gagnaflutninga um netið. 12. desember 2017 10:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Ekki liggur fyrir greining á því hvort að yfirvofandi ákvörðun bandarískra yfirvalda um að afnema reglur um nethlutleysi hafi áhrif á netnotendur í Evrópu og á Íslandi. Sérfræðingur segir að nethlutleysi hafi ekki verið haft í heiðri á Íslandi um áratugaskeið. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um að afnema reglur um svonefnt nethlutleysi á fundi sínum í dag. Nethlutleysi felur í sér að netþjónustuaðilar verða að meðhöndla alla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og tegund. Reglurnar voru settar í forsetatíð Baracks Obama. Baráttufólk sem telur að jafn aðgangur að netinu sé mannréttindi hefur gagnrýnt harðlega áformin um að afnema reglurnar. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki byggju í reynd til mismunandi hraðar „akreinar“ á netinu og rukkuðu eigendur vefsíðna og efnisveitna sérstaklega fyrir aðgang að þeim hraðari. Það kæmi verst niður á smærri vefsíðum og nýsköpun á netinu. Eins gætu netþjónustuaðilar sem reka eigin efnisveitur hægt á umferð til samkeppnisaðila og hyglt sínum eigin. Stóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á um afnám reglnanna. Búist er við mótmælum fyrir utan höfuðstöðvar FCC í Washington-borg í dag. Frægir leikarar eins og Mark Hamill úr Stjörnustríðsmyndunum eru á meðal þeirra sem hafa andæft afnámi nethlutleysis, að því er segir í frétt Reuters.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/VilhelmMismunað eftir uppruna og tegund á Íslandi Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að afnám nethlutleysis sé ekki gott skref fyrir neytendur. „Þessar reglur eru settar til verndar neytendum. Það að afnema þetta gefur tilefni til að ætla að hugsanlega verði hagsmunir neytenda fyrir borð bornir að einhverju leyti,“ segir hann. Möguleg áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna hafa ekki verið metin í Evrópu eða Íslandi. Maríus Ólafsson hjá Internet á Íslandi (ISNIC) segir helst hugsanlegt að íslenskir netnotendur fyndu fyrir áhrifum á smærri vefsíðum sem netþjónustuaðilar vestra hægðu á umferð til. Hann segir hins vegar að nethlutleysi hafi ekki verið haft í heiðri á Íslandi áratugum saman. Íslenskir netþjónustuaðilar mismuni netumferð bæði eftir tegund og uppruna. Í því samhengi bendir hann á að fyrirtækin hafi rukkað hærra verð fyrir erlent gagnamagn en innlent. Þá rukki þau ekki sérstaklega fyrir netnotkun sem hlýst af þeirra eigin efnisveitum en á sama tíma þurfa neytendur að greiða fyrir niðurhal þegar þeir horfa á sjálfstæðar efnisveitur eins og Netflix. „Það er munur á því hvernig þessi umferð er meðhöndluð,“ segir Maríus. Á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var frumvarp um innleiðingu Evrópureglugerðar um nethlutleysi. Þar var nethlutleysi sagt einkennast af því að netnotendur geti nálgast og miðlað efni eða þjónustu á netinu, óháð hug- og tæknibúnaði, notkunareiginleikum, upprunavistfangi eða móttökuvistfangi. Frumvarpið átti að leggja fram í september en ekkert verð af því vegna stjórnarslita. Ekki liggur fyrir hvenær það verður lagt fram.Afnám nethlutleysis gæti búið til mishraðar akreinar á netinu sem kæmi helst niður á minni fyrirtækjum og nýsköpun, að sögn andstæðinga afnáms.Vísir/AFPMeiri fákeppni sums staðar vestanhafs en á Íslandi eða í Evrópu Hrafnkell hjá Póst- og fjarskiptastofnun bendir á að á móti afnámi nethlutleysis geri bandarísk yfirvöld eftir sem áður kröfur um gegnsæi hjá netþjónustufyrirtækjum. Þannig þurfa þau að gera neytendum sínum ljóst ef þau hægja á tiltekinni umferð að rukka meira fyrir ákveðna notkun. Séu neytendur ósáttir geta þeir þá leitað annað. Þannig segir Hrafnkell að afnám nethlutleysis þyrfti ekki að vera skaðlegt ef fullomin samkeppni ríkti á fjarskiptamarkaði og neytendur gætu valið sér netþjónustuaðila eins og þeim sýndist. Sú er þó ekki raunin. Bæði hann og Maríus benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum ríki fákeppni á fjarskiptamarkaði, meiri en á Íslandi eða víða í Evrópu. Þótt samkeppnin sé mikil á sumum svæðum þá séu einnig til svæði þar sem aðeins einn netþjónustuaðila er á markaði. „Þess vegna hafa þeir talið svo mikilvægt að halda þessu nethlutleysi á lofti vegna þess að þú getur ekki farið neitt annað ef þú ert óánægður með hvernig þinn þjónustuaðili leysir málið,“ segir Maríus. „Ef netþjónustuaðilar þar mega hegða sér nánast eins og þeim sýnist gagnvart neytendum bara ef þeir segja þeim frá því án þess að þeir geti valið aðra raunhæfa valkosti þá eru neytendur ekkert í sérstaklega góðum málum,“ segir Hrafnkell. Samkeppnisstofnun Bandaríkjanna gæti þó skorist í leikinn ef netþjónustuaðilar misnota stöðu sína á markaði.
Tækni Tengdar fréttir Frumkvöðlar netsins biðla til Bandaríkjastjórnar um að halda í nethlutleysi Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna ætlar að afnema reglur um nethlutleysi í vikunni. Það myndi gera fjarskiptafyrirtækjum kleift að rukka mismikið fyrir gagnaflutninga um netið. 12. desember 2017 10:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Frumkvöðlar netsins biðla til Bandaríkjastjórnar um að halda í nethlutleysi Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna ætlar að afnema reglur um nethlutleysi í vikunni. Það myndi gera fjarskiptafyrirtækjum kleift að rukka mismikið fyrir gagnaflutninga um netið. 12. desember 2017 10:53