„Þegar ég þýddi fyrstu bókina fann ég hvað það er rosalega spennandi og ég hef ekki gert annað í tíu ár.“
Sigurður segir það hafa verið mikla áskorun að þýða Predikarastelpuna. „Það er ekki auðvelt að þýða bækur eftir Tapio Koivukari. Hann hefur sinn sérstaka stíl og fær alltaf góðar umsagnir um málfarið á bókum sínum. Það var því gaman að takast á við að skila því í þýðingunni,“ segir Sigurður.
