Besti skólinn að fara á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2017 06:30 Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu á Asíuleikunum í janúar á næsta ári. Markmiðið er að lenda í einu af fjórum efstu sætunum. Fréttablaðið/Anton Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti