Erlent

Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er önnur helgin í ræð þar sem mótmælt er gegn forsætisráðherranum.
Þetta er önnur helgin í ræð þar sem mótmælt er gegn forsætisráðherranum. Vísir/afp
Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu.

Þetta er önnur helgin í röð þar sem fjölmenn mótmæli eru á landinu sem beinast gegn forsætisráðherranum. Netanyahu er nú til rannsóknar vegna tveggja mála, en hann segir þær af pólitískum rótum.

Á skiltum mótmælenda sagði meðal annars að „Við höfum fengið nóg af spilltum stjórnmálamönnum“ og „Hvorki vinstri né hægri, við krefjumst heiðarleika“.

Forsætisráðherrann dró umdeilt lagafrumvarp til baka í kjölfar mótmælanna um síðustu helgi – frumvarp sem pólitískir andstæðingar Netanyahu segja vernda hann frá yfirstandandi spillingarrannsókn.

Flokkur Netanyahu, Likud, skrifar á Facebook-síðu sinni að aðstandendur mótmælanna séu vinstrimenn og hvetur þá til að styðja forsætisráðherrann í þeirri orrahríð sem hann stendur nú í í tengslum við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×