Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Baldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Svifryksmengun á fyrstu tímum þessa árs fór 29 falt yfir heilsuverndarmörk. vísir/ernir „Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira