Þörf á gífurlegri uppbyggingu en enginn vill borga Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 13:32 Sjálfboðaliðar vinna við hreinsun í Mosul. Vísir/AFP Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta. Mið-Austurlönd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira