Gunnar Heiðar er nefnilega einn af þeim fimm leikmönnum sem eru með lengsta nafnið í sögu þýsku deildarinnar. Frá þessu var greint á þýsku Twitter-síðu tölfræðiþjónustunnar Opta í dag.
280 - The 5 players with the longest names in #Bundesliga history:
— OptaFranz (@OptaFranz) November 8, 2017
Laurentiu-Aurelian Reghecampf
Jan-Ingwer Callsen-Bracker
Chrissovalantis Anagnostou
Hans-Jürgen Oehlenschläger
Gunnar Heidar Thorvaldsson
Extension. #Twitter280
Aðeins tveir leikmenn í sögu þýsku deildarinnar hafa verið með lengra nafn en Eyjamaðurinn.
Það eru þeir Laurentiu-Aurelian Reghecampf (27) og Chrissovalantis Anagnostou (25).
Reghecampf er Rúmeni sem spilaði m.a. með Energie Cottbus og Kaiserslautern. Chrissovalantis Anagnostou er Grikki sem lék allan sinn feril í Þýskalandi.
Gunnar Heiðar, sem er 35 ára, spilaði einkar vel með ÍBV í sumar og skoraði m.a. markið sem tryggði Eyjamönnum bikarmeistaratitilinn.