Þjálfari Víðis: Helst vil ég klára þetta í fyrri hálfleik og verjast í seinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2017 13:34 Víðir úr Garði dró Fylki sem andstæðing sinn í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram fimmtudaginn 1. júní klukkan 19.15. Víðismenn, sem leika í 2. deildinni, lögðu Árborg í 32 liða úrslitum og mæta næst toppliði Inkasso-deildarinnar. Bryngeir Torfason, þjálfari Víðis, segir Fylkisliðið gott en það var ekki óskamótherjinn. „Raunverulega óskin var að fá Grindavík. Við vildum fá heimsókn frá Grindavík en það gekk ekki eftir. En Fylkir er svakalega flott lið,“ segir Bryngeir. „Ég þekki vel til hjá Fylki. Þar eru gamlir félagar úr 2. flokknum sem ég þjálfaði þarna sem eru undirstaðan í liðinu hjá Helga. Þarna er mikil stemning þannig við bíðum bara spenntir.“ Fylkisliðið er vitaskuld talið sterkara fyrir leik en er Víðisliðið nógu gott til að skella Árbæingum? „Við gætum veitt þeim mikla keppni en hlutföllin eru líklega 60-40 þeim í vil. En á góðum degi og með gott veður þá er fótboltinn að ná gildunum sínum. Þá getum við veitt þeim verulega keppni,“ segir Bryngeir. „Víðir hefur margoft staðið sig vel í bikarkeppni þannig það var kominn tími núna á að gera þetta vel. Strákarnir hafa staðist prófið alveg svakalega vel. Það eru dugnaðarforkar í þessum hóp. Alveg frábært fótboltalið,“ segir þjálfarinn en býst hann við framlengingu og vítaspyrnukeppni? „Ég vildi nú helst klára þetta í fyrri hálfleik og vera svo í vörn restina af leiknum. Vítaspyrnukeppni væri samt mjög skemmtileg fyrir okkur á Reykjanesinu og sérstaklega Garðsbúana. Líklega verður samt spenna alveg fram á lokamínútu. Við munum gera allt til að ná sigri og hafa góðan dag,“ segir Bryngeir Torfason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Víðir úr Garði dró Fylki sem andstæðing sinn í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram fimmtudaginn 1. júní klukkan 19.15. Víðismenn, sem leika í 2. deildinni, lögðu Árborg í 32 liða úrslitum og mæta næst toppliði Inkasso-deildarinnar. Bryngeir Torfason, þjálfari Víðis, segir Fylkisliðið gott en það var ekki óskamótherjinn. „Raunverulega óskin var að fá Grindavík. Við vildum fá heimsókn frá Grindavík en það gekk ekki eftir. En Fylkir er svakalega flott lið,“ segir Bryngeir. „Ég þekki vel til hjá Fylki. Þar eru gamlir félagar úr 2. flokknum sem ég þjálfaði þarna sem eru undirstaðan í liðinu hjá Helga. Þarna er mikil stemning þannig við bíðum bara spenntir.“ Fylkisliðið er vitaskuld talið sterkara fyrir leik en er Víðisliðið nógu gott til að skella Árbæingum? „Við gætum veitt þeim mikla keppni en hlutföllin eru líklega 60-40 þeim í vil. En á góðum degi og með gott veður þá er fótboltinn að ná gildunum sínum. Þá getum við veitt þeim verulega keppni,“ segir Bryngeir. „Víðir hefur margoft staðið sig vel í bikarkeppni þannig það var kominn tími núna á að gera þetta vel. Strákarnir hafa staðist prófið alveg svakalega vel. Það eru dugnaðarforkar í þessum hóp. Alveg frábært fótboltalið,“ segir þjálfarinn en býst hann við framlengingu og vítaspyrnukeppni? „Ég vildi nú helst klára þetta í fyrri hálfleik og vera svo í vörn restina af leiknum. Vítaspyrnukeppni væri samt mjög skemmtileg fyrir okkur á Reykjanesinu og sérstaklega Garðsbúana. Líklega verður samt spenna alveg fram á lokamínútu. Við munum gera allt til að ná sigri og hafa góðan dag,“ segir Bryngeir Torfason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15