Skipverji fjarri öðrum föngum Snærós Sindradóttir skrifar 7. mars 2017 06:00 Í fangelsinu að Hólmsheiði eru nú 26 fangar. Þeim er skipt upp á deildir en Thomas Møller Olsen er einn á deild. Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði. Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði.vísir/stefán„Við erum að skoða hvernig hans ferill er raunverulega í fangelsinu. Hann er bara nýkominn,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, um ástæður þess að Thomas sinnir hvorki skóla né vinnu. Fangelsinu á Hólmsheiði er skipt upp í átta deildir, sex þeirra rúma átta fanga en tvær þeirra eru gerðar fyrir fjóra fanga. Thomas hefur þar með ekki hitt aðra fanga í þá viku sem hann hefur verið í fangelsinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að þegar um hægist í máli hans og dómur er jafnvel fallinn þá geti það farið svo að hann komi til dæmis til með að hitta kvenfanga fangelsisins í versluninni eða vinnustofum og skóla. „Fangelsið er ekki uppbyggt þannig að fangar fari sjálfir út af deildum og í sameiginleg rými. Við getum valið að ef fangar eru á mismunandi deildum þá geti þeir verið saman í námi hluta dags. En þeir fara ekkert sjálfir í það heldur er þeim fylgt út af deildinni og það hefur alltaf einhver umsjón með því,“ segir Guðmundur. Fangelsið er byggt í kross og í miðjunni er aðalvarðstofan þar sem fangaverðir hafa sínar aðalbækistöðvar, geta fylgst með eftirlitsmyndavélum og svo framvegis. Á því svæði er einnig verslun, skólastofa, vinnuaðstaða, bókasafn og líkamsræktarsalur. Thomas hefur aðgang að líkamsræktarsalnum en þarf að panta aðstöðuna svo það hitti ekki á tíma annarra. Í fangelsinu er einnig jógasalur en bæði karlar og konur fá einn jógatíma á viku þar sem kynin eru aðskilin. Thomas þarf að sjá um sín eigin innkaup í verslun fangelsisins og sér um eigin matseld, eins og aðrir fangar þurfa að gera. „Það má ekki reykja inni í fangelsinu en við hverja deild eru svokallaðar reyksvalir. Þangað geta fangar komist til að reykja án þess að þurfi að hleypa þeim sérstaklega út.“ Gæsluvarðhaldsfangar sem ekki sæta einangrun hafa sömu réttindi og aðrir fangar. Þeir geta því keypt sér símkort og hringt hvert á land sem er, ef þá lystir. Þá hefur Thomas sama heimsóknarrétt og aðrir, eða tveggja tíma heimsókn einu sinni í viku. „Menn verða að leggja fram lista með fyrirvara þar sem þeir óska eftir ákveðnum einstaklingum í heimsókn. Þetta er aðallega stílað á að fólk fái heimsókn frá fjölskyldu en ekki einhverjum félögum,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði. Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði.vísir/stefán„Við erum að skoða hvernig hans ferill er raunverulega í fangelsinu. Hann er bara nýkominn,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, um ástæður þess að Thomas sinnir hvorki skóla né vinnu. Fangelsinu á Hólmsheiði er skipt upp í átta deildir, sex þeirra rúma átta fanga en tvær þeirra eru gerðar fyrir fjóra fanga. Thomas hefur þar með ekki hitt aðra fanga í þá viku sem hann hefur verið í fangelsinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að þegar um hægist í máli hans og dómur er jafnvel fallinn þá geti það farið svo að hann komi til dæmis til með að hitta kvenfanga fangelsisins í versluninni eða vinnustofum og skóla. „Fangelsið er ekki uppbyggt þannig að fangar fari sjálfir út af deildum og í sameiginleg rými. Við getum valið að ef fangar eru á mismunandi deildum þá geti þeir verið saman í námi hluta dags. En þeir fara ekkert sjálfir í það heldur er þeim fylgt út af deildinni og það hefur alltaf einhver umsjón með því,“ segir Guðmundur. Fangelsið er byggt í kross og í miðjunni er aðalvarðstofan þar sem fangaverðir hafa sínar aðalbækistöðvar, geta fylgst með eftirlitsmyndavélum og svo framvegis. Á því svæði er einnig verslun, skólastofa, vinnuaðstaða, bókasafn og líkamsræktarsalur. Thomas hefur aðgang að líkamsræktarsalnum en þarf að panta aðstöðuna svo það hitti ekki á tíma annarra. Í fangelsinu er einnig jógasalur en bæði karlar og konur fá einn jógatíma á viku þar sem kynin eru aðskilin. Thomas þarf að sjá um sín eigin innkaup í verslun fangelsisins og sér um eigin matseld, eins og aðrir fangar þurfa að gera. „Það má ekki reykja inni í fangelsinu en við hverja deild eru svokallaðar reyksvalir. Þangað geta fangar komist til að reykja án þess að þurfi að hleypa þeim sérstaklega út.“ Gæsluvarðhaldsfangar sem ekki sæta einangrun hafa sömu réttindi og aðrir fangar. Þeir geta því keypt sér símkort og hringt hvert á land sem er, ef þá lystir. Þá hefur Thomas sama heimsóknarrétt og aðrir, eða tveggja tíma heimsókn einu sinni í viku. „Menn verða að leggja fram lista með fyrirvara þar sem þeir óska eftir ákveðnum einstaklingum í heimsókn. Þetta er aðallega stílað á að fólk fái heimsókn frá fjölskyldu en ekki einhverjum félögum,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira