Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:15 Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira