Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:15 Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira