Erlent

Bandaríkin ætla að halda uppi refsiaðgerðum gegn Rússum

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðum þjóðunum segist telja að bandarísk stjórnvöld ætli að halda refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innlimunar Úkraínu áfram. Nýlegrar fréttir hafa hermt að Hvíta húsið væri að undirbúa að slaka á aðgerðunum.

„Það eina sem ég veit er að við ætlum að halda uppi öflugum og stífum refsiaðgerðum þegar kemur að málefnum Úkraínu. Ég hef sagt það opinberlega. Við munum halda áfram að segja það,“ sagði Nikki Haley sem Donald Trump forseti skipaði sendiherra hjá SÞ, í viðtali við CNN í dag.

Hún sagðist ekki kannast við að Hvíta húsið ætlaði að slaka á aðgerðunum samkvæmt endursögn Politico á viðtölum hennar við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag.

Þrátt fyrir þetta sagði Haley að bandarísk stjórnvöld ætluðu að láta reyna á viðræður við Rússa um hvernig ríkin geta sameinað krafta sína í borgarastríðinu í Sýrlandi og baráttunni gegn hryðjuverkum.

„Sjáum við Rússa hins vegar gera eitthvað rangt, þá munum við láta það í ljós við þá,“ sagði Haley í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×