Mistök banka leystu ábyrgðarmann undan skuld Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 18:27 Málið á rætur sínar að rekja til Sparisjóðs Norðurlands en hann rann inn í Landsbankann árið 2015. Vísir/Andri Marinó Rangt eyðublað sem Sparisjóður Norðurlands lét karlmann skrifa undir til að ábyrgjast skuld fyrirtækis sem hann átti hlut í varð til þess að maðurinn sleppur við rúmlega 1,1 milljónar króna skuld. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi að bankinn yrði að taka á sig ábyrgð á mistökunum. Maðurinn hafði samþykkt að gangast í sjálfsskuldarábyrgð fyrir skuld fyrirtækis sem hann hafði rekið með fyrrverandi eiginkonu sinni. Eftir skilnað þeirra var maðurinn enn skráður eigandi að helming fyrirtækisins þó að hann hefði ekki lengur neina aðkomu að því. Eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota hugðist Landsbankinn, sem Sparisjóðurinn hafði þá runnið inn í, innheimta skuldina hjá manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að sjálfskuldarábyrgðin var í þágu atvinnureksturs félags sem maðurinn átti helming í og því eigi ákvæði um greiðslumat í lögum um ábyrgðarmenn ekki við í málinu. Í yfirlýsingunni um sjálfskuldarábyrgðina, sem var á stöðluðu eyðublaði sparisjóðsins, var hins vegar gert ráð fyrir því að greiðslumat færi fram. Maðurinn kvaðst ekki vita hvernig greiðslumat gengi fyrir sig og hann hefði gert ráð fyrir því að það færi fram í framhaldinu. Það var þó aldrei gert.Hefði mögulega ekki gengist undir ábyrgðHéraðsdómur segir að manninum hafi ekki verið kunnugt um rekstrarvanda fyrirtækisins á þeim tíma sem hann gekkst undir ábyrgðina. Sparisjóðnum sem viðskiptabanka félagsins hafi hins vegar hlotið að vera kunnugt um stöðu félagsins og hefði greiðslumat farið fram og stefnda kynntar niðurstöður þess væri óvíst hvort hann hefði tekist á hendur sjálfskuldarábyrgðina. Í málflutningsræðu lögmanns Landsbankans kom fram að það hefði verið „óheppilegt“ hvaða eyðublað var notað. Héraðsdómur taldi að bankinn yrði að bera hallann af því að hafa notað umrætt skjal og látið hjá líða að kanna greiðslugetu skuldara og gera manninum grein fyrir niðurstöðu þeirrar könnunar. Því var maðurinn sýknaður af kröfum bankans. Landsbankinn þarf jafnframt að greiða málskostnað sem nemur 900.000 krónum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira
Rangt eyðublað sem Sparisjóður Norðurlands lét karlmann skrifa undir til að ábyrgjast skuld fyrirtækis sem hann átti hlut í varð til þess að maðurinn sleppur við rúmlega 1,1 milljónar króna skuld. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi að bankinn yrði að taka á sig ábyrgð á mistökunum. Maðurinn hafði samþykkt að gangast í sjálfsskuldarábyrgð fyrir skuld fyrirtækis sem hann hafði rekið með fyrrverandi eiginkonu sinni. Eftir skilnað þeirra var maðurinn enn skráður eigandi að helming fyrirtækisins þó að hann hefði ekki lengur neina aðkomu að því. Eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota hugðist Landsbankinn, sem Sparisjóðurinn hafði þá runnið inn í, innheimta skuldina hjá manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að sjálfskuldarábyrgðin var í þágu atvinnureksturs félags sem maðurinn átti helming í og því eigi ákvæði um greiðslumat í lögum um ábyrgðarmenn ekki við í málinu. Í yfirlýsingunni um sjálfskuldarábyrgðina, sem var á stöðluðu eyðublaði sparisjóðsins, var hins vegar gert ráð fyrir því að greiðslumat færi fram. Maðurinn kvaðst ekki vita hvernig greiðslumat gengi fyrir sig og hann hefði gert ráð fyrir því að það færi fram í framhaldinu. Það var þó aldrei gert.Hefði mögulega ekki gengist undir ábyrgðHéraðsdómur segir að manninum hafi ekki verið kunnugt um rekstrarvanda fyrirtækisins á þeim tíma sem hann gekkst undir ábyrgðina. Sparisjóðnum sem viðskiptabanka félagsins hafi hins vegar hlotið að vera kunnugt um stöðu félagsins og hefði greiðslumat farið fram og stefnda kynntar niðurstöður þess væri óvíst hvort hann hefði tekist á hendur sjálfskuldarábyrgðina. Í málflutningsræðu lögmanns Landsbankans kom fram að það hefði verið „óheppilegt“ hvaða eyðublað var notað. Héraðsdómur taldi að bankinn yrði að bera hallann af því að hafa notað umrætt skjal og látið hjá líða að kanna greiðslugetu skuldara og gera manninum grein fyrir niðurstöðu þeirrar könnunar. Því var maðurinn sýknaður af kröfum bankans. Landsbankinn þarf jafnframt að greiða málskostnað sem nemur 900.000 krónum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Fleiri fréttir Ummæli föður merki um heiðursofbeldi: Sagði í lagi ef sonur sinn myndi myrða dóttur sína Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Sjá meira