Innlent

Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA af brúnni yfir Steinavötn.
Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA af brúnni yfir Steinavötn. HREGGVIÐUR SÍMONARSON/LANDHELGISGÆSLAN
Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku.

Bráðabirgðabrúin er 104 metra löng brú, reist á tréstaurum sem reknir eru niður í sandinn, smíðuð er svo kölluð ok sem bera stálbita, eða I-bita og ofan á þá er síðan lagt timburgólf að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Auk brúarsmíðarinnar hefur verið lagður vegur að brúnni beggja vegna svo sem nauðsynlegt er. Í gær var vonast til þessað hægt væri að hleypa umferð minni bíla yfir gömlu brúna en hún stóðst ekki álagspróf. Gangandi vegfarendum er þó heimil för yfir brúna.

Í tilkynningunni segir að Vegagerðin eigi að jafnaði efni til þess að byggja 300 metra brú á lager svo bregðast megi við hamförum af því tagi sem urðu í síðustu viku. 

Brúin yfir Steinavötn er áfram lokuð. Hún er hluti af þjóðvegi 1.loftmyndir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×