Fótbolti

Alveg fullkomið haust hjá Söru Björk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty
Lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gætu ekki hafa byrjað keppnistímabilið betur en bæði eru með fullt hús.

Wolfsburg, lið Söru Bjarkar í þýsku deildinni, hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og er með tveggja stiga forystu á toppnum.

Liðið hefur ekki aðeins fagnað fjórum sigrum í fjórum leikjum heldur hefur liðið einnig ekki ennþá fengið á sig mark. Markatalan er 16-0.

Wolfsburg vann tvöfalt á fyrsta tímabili Söru með liðinu en hún kom þangað frá Rosengård í Svíþjóð.

Wolfsburg vann 1-0 útisigur á Duisburg um helgina og spilaði Sara Björk að sjálfsögðu allan leikinn. Þýska landsliðskonan Babett Peter skoraði sigurmarkið á 35. mínútu.

Sara Björk er búin að spila 360 mínútur af 360 mögulegum í þessum fyrstu fjórum umferðum.

Íslenska landsliðið byrjaði líka vel í undankeppni HM og vann 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik. Sara Björk spilaði allan leikinn og skoraði eitt markanna.

Uppsker Söru í haust eru því 19 stig af 19 mögulegum með liðum sínum og markatalan er 24-0. Ekki slæm byrjun á tímabilinu og vonandi upphafið af einhverju skemmtilegu fyrir bestu knattspyrnukonu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×