Fótbolti

Valinn í U-21 lið Íslands en spilaði síðast með U-19 liði Dana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikael í leik með Midtjylland.
Mikael í leik með Midtjylland. Vísir/Getty
Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt hvaða leikmenn hafa verið valdir í U-21 lið Íslands sem mætir Albaníu í undankeppni EM 2019 í byrjun næsta mánaðar.

Í þeim hópi er Mikael Neville Anderson, nítján ára Íslendingur sem er búsettur í Danmörku og spilar með Midtjylland. Hann á leiki að baki með U-17 liði Íslands.

Mikael er einnig með danskan ríkisborgararétt en hann flutti utan ellefu ára gamall. Hann spilaði með U-19 liði Dana fyrr á þessu ári en hann er gjaldgengur í bæði landslið þar til að hann spilar sinn fyrsta A-landsleik.

Í viðtali við Fótbolta.net í fyrra sagðist hann opinn fyrir því að spila með báðum landsliðum en að framtíðin myndi leiða það í ljós.

Mikael hefur ekki spilað með Mitdjylland á núverandi tímabili í dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur á ferlinum komið við sögu í tveimur leikjum í deildinni, í bæði skiptin sem varamaður.

Hann á íslenska móður en faðir hans er frá Jamaíku.

Hópinn má sjá á heimasíðu KSÍ en meðal leikmanna sem voru valdir í hóppinn eru Albert Guðmundsson, leikmaður PSV, Jón Dagur Þorsteinsson hjá Fulham og Óttar Magnús Karlsson, sem er nú á mála hjá Molde.

Strákarnir sem valdir voru í hópinn.KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×