Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2017 16:45 Hús hjónanna er ónýtt. Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. „Það er ekki nóg með að þurfa að labba út úr húsi með fimm manna fjölskyldu á einum degi og vita ekki hvert maður á að fara þá er í rauninni ekkert ferli sem fer af stað. Fólk sem lendir í bruna fer í ferli en maður lendir ekki í neinu ferli með þetta,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir sem segir áfallið mikið. Hún, og maður hennar Ingvar Ari Arason, ásamt þremur börnum þeirra en það yngsta er sjö vikna gamalt, búa nú hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Hjónin uppgötvuðu skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Í ljós komu göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt.Sjá má göt eftir veggjatítlur á myndinni.Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir„Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ segir Anna Gyða. Ofan á þetta bættist að við nánari skoðun kom í ljós að mygla fannst í þaki hússins og því ljóst að gríðarlegar framkvæmdir þarf að gera á húsinu, sem byggt var árið 1905 og er friðað. „Þannig að ef við ætluðum að gera við þetta þyrftum við að rífa alla neðri hæðina og rífa þakið þannig að það gefur auga leið að það er ekkert eftir,“ segir Anna Gyða. Þá bíða þau eftir að sjá hversu mikið tjón er á innbúinu enda sækja veggjatítlur einnig í timburhúsgögn. Ljóst er því að tjónið er gríðarlegt. Erfitt getur þó reynst að sækja bætur vegna málsins, ekki er hægt að tryggja sig gagnvart veggjatítlum og þá tekur Viðlagasjóður ekki á tjóni vegna veggjatítlna.Funda með bæjarstjóranum Anna Gyða segir að þau séu kominn lögmann í málið og leita að styrkjum og sjóðum sem hægt er að leita í vegna málsins. Þá segir Anna Gyða að einstaklingar sem lent hafi í svipuðu tjóni hafi sett í samband við fjölskylduna og segir hún að gott sé að geta leitað ráða hjá þeim. Þá eiga þau með fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar vegna málsins enda mikið um gömul timburhús í hverfinu og vel þekkt að veggjatítlur geti farið á milli húsa. Önnur hús séu því mögulega í hættu en í hverfinu má finna mörg gömul timburhús. „Þetta kemur fleirum við en okkur, þetta kemur bænum við þar sem þetta er í miðbæ Hafnarfjarðar og það er mikið af gömlum timburhúsum í kring. Bjallan getur flogið og er smitandi. Við verðum að geta treyst á að bærinn geri eitthvað þegar önnur hús eru í smithættu.“ Þá segir Anna Gyða einkennilegt að ekki sé hægt að sækja í Viðlagasjóð enda megi hiklaust flokka veggjatítlur undir náttúruhamfarir. „Þeir eru með þetta stóra nafn en mjög þröng skilyrði sem eru náttúruhamfarir. Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir þá veit ég ekki hvað. Þetta eru dýr og þetta er altjón svipað og snjóflóð. Það á bara að flokkast undir það sama.“ Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. „Það er ekki nóg með að þurfa að labba út úr húsi með fimm manna fjölskyldu á einum degi og vita ekki hvert maður á að fara þá er í rauninni ekkert ferli sem fer af stað. Fólk sem lendir í bruna fer í ferli en maður lendir ekki í neinu ferli með þetta,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir sem segir áfallið mikið. Hún, og maður hennar Ingvar Ari Arason, ásamt þremur börnum þeirra en það yngsta er sjö vikna gamalt, búa nú hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Hjónin uppgötvuðu skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Í ljós komu göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt.Sjá má göt eftir veggjatítlur á myndinni.Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir„Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ segir Anna Gyða. Ofan á þetta bættist að við nánari skoðun kom í ljós að mygla fannst í þaki hússins og því ljóst að gríðarlegar framkvæmdir þarf að gera á húsinu, sem byggt var árið 1905 og er friðað. „Þannig að ef við ætluðum að gera við þetta þyrftum við að rífa alla neðri hæðina og rífa þakið þannig að það gefur auga leið að það er ekkert eftir,“ segir Anna Gyða. Þá bíða þau eftir að sjá hversu mikið tjón er á innbúinu enda sækja veggjatítlur einnig í timburhúsgögn. Ljóst er því að tjónið er gríðarlegt. Erfitt getur þó reynst að sækja bætur vegna málsins, ekki er hægt að tryggja sig gagnvart veggjatítlum og þá tekur Viðlagasjóður ekki á tjóni vegna veggjatítlna.Funda með bæjarstjóranum Anna Gyða segir að þau séu kominn lögmann í málið og leita að styrkjum og sjóðum sem hægt er að leita í vegna málsins. Þá segir Anna Gyða að einstaklingar sem lent hafi í svipuðu tjóni hafi sett í samband við fjölskylduna og segir hún að gott sé að geta leitað ráða hjá þeim. Þá eiga þau með fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar vegna málsins enda mikið um gömul timburhús í hverfinu og vel þekkt að veggjatítlur geti farið á milli húsa. Önnur hús séu því mögulega í hættu en í hverfinu má finna mörg gömul timburhús. „Þetta kemur fleirum við en okkur, þetta kemur bænum við þar sem þetta er í miðbæ Hafnarfjarðar og það er mikið af gömlum timburhúsum í kring. Bjallan getur flogið og er smitandi. Við verðum að geta treyst á að bærinn geri eitthvað þegar önnur hús eru í smithættu.“ Þá segir Anna Gyða einkennilegt að ekki sé hægt að sækja í Viðlagasjóð enda megi hiklaust flokka veggjatítlur undir náttúruhamfarir. „Þeir eru með þetta stóra nafn en mjög þröng skilyrði sem eru náttúruhamfarir. Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir þá veit ég ekki hvað. Þetta eru dýr og þetta er altjón svipað og snjóflóð. Það á bara að flokkast undir það sama.“
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira