Erlent

Fyrrverandi forseti Þýskalands látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Roman Herzog var forseti Þýskalands á árunum 1994 til 1999.
Roman Herzog var forseti Þýskalands á árunum 1994 til 1999. Vísir/AFP
Roman Herzog, fyrrverandi forseti Þýskalands, er látinn, 82 ára að aldri. Frá þessu greindu þýskir fjölmiðlar í morgun.

Herzog var forseti landsins á árunum 1994 til 1999.

Hann kom frá bænum Landshut í Bæjaralandi og gegndi meðal annars embætti menningarmála- og innanríkisráðherra í sambandsríkinu Baden-Württemberg.

Á árunum 1983 til 1994 starfaði Herzog sem dómari við stjórnlagadómstól landsins áður en hann settist í stól forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×