Þingflokkur Viðreisnar fékk Bjarna á símafund: Töldu svör Bjarna um skýrsluna viðunandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 10:33 Frá fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar í gærkvöldi. vísir/hanna Þingflokkur Viðreisnar fékk Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins á símafund í gær til að ræða birtingu skýrslu um aflandsfélög og hvers vegna hún var ekki birt fyrr en síðastliðinn föstudag. Þingmenn Viðreisnar segja að þeim hafi fundist full ástæða til að fá svör frá Bjarna um hvers vegna svo var staðið að birtingu skýrslunnar áður en tekin væri endanleg ákvörðun um stjórnarsamstarf og segja svör hans hafa verið viðunandi. „Þingflokknum fannst ástæða til þess að fá tækifæri til að tala við hann um þessi skýrslumál og að geta spurt hann beint um þau mál og geta fengið svör. Okkur þótti það bara gríðarlega mikilvægt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Hún segir málið hafa valdið þingflokknum hugarangri og að þeim hafi fundist full ástæða til að fara yfir það frá A til Ö.Ekki æskileg vinnubrögð Skýrslan var birt opinberlega á föstudag. Í fréttum RÚV hefur verið fullyrt að skýrslunni hafi verið skilað til ráðuneytisins 13. september og að Bjarni hafi fengið kynningu á henni 5. október. Gagnrýnt hefur verið að skýrslan hafi ekki verið birt opinberlega samstundis, eða fyrir kosningar 29. Október þegar gengið var til kosninga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingflokkurinn hafi viljað setja sig vel inn í málið. „Þannig að auðvitað alveg ljóst að það var full ástæða til að skoða það vandlega áður en endanlegar ákvarðanir um stjórnarsamstarf voru teknar. Við vildum fara mjög vandlega yfir það eins og hefur komið fram þá hefðum við, þetta eru ekki vinnubrögð sem við hefðum ástundað í þessari stöðu og alltaf heppilegra að birta þessa skýrslu um leið og hún lá fyrir,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Við vildum bara heyra betur frá Bjarna hvað skýrði það hvernig að málum var staðið á þessum tíma og við gætum þá tekið afstöðu til þess hvort það væri eitthvað sem truflaði okkur eða ekki.“ Aðspurður segir Þorsteinn að þau hafi metið svör Bjarna viðunandi. „Við töldum að það væri ekki ástæða til annars en að halda áfram þó við hefðum ítrekað að við hefðum viljað sjá þarna öðruvísi staðið að málum og við hefðum lagt á það áherslu í umræðu um nýtt stjórnarsamstarf að það verði einmitt unnið með mjög vönduðum hætti og með gagnsæja stjórnsýslu að leiðarljósi. En að því sögðu þá töldum við skýringar Bjarna fullnægjandi og ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram.“Sjá einnig:Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður Þorsteinn segir þó að ekki hafi verið tekið til skoðunar að slíta stjórnarmyndunarviðræðum vegna málsins. „Nei það myndi ég ekki segja. Við töldum hins vegar fulla ástæðu til að fara mjög vandlega yfir málið. Það var ljóst að það væri að því eðli að við töldum að þarna hefðu augljóslega verið gerð mistök við afgreiðslu málsins á sínum tíma. Það vissulega heyrir til ábyrgðar síðustu ríkisstjórnar en við vildum vera með fulla vissu fyrir því að við hefðum góðan skilning á því hvernig þetta hefði borið til. Við fengum þær skýringar.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Benedikt upplýsti í gær í lokuðum hópi á Facebook sem trúnaðarmenn Viðreisnar hafa aðgang að hann hefði rætt málið við Bjarna og af því samtali megi ráða að um hafi verið að ræða frekar „klaufaskap og lélega dómgreind en ásetning um feluleik“, eins og Benedikt segir í færslunni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar fékk Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins á símafund í gær til að ræða birtingu skýrslu um aflandsfélög og hvers vegna hún var ekki birt fyrr en síðastliðinn föstudag. Þingmenn Viðreisnar segja að þeim hafi fundist full ástæða til að fá svör frá Bjarna um hvers vegna svo var staðið að birtingu skýrslunnar áður en tekin væri endanleg ákvörðun um stjórnarsamstarf og segja svör hans hafa verið viðunandi. „Þingflokknum fannst ástæða til þess að fá tækifæri til að tala við hann um þessi skýrslumál og að geta spurt hann beint um þau mál og geta fengið svör. Okkur þótti það bara gríðarlega mikilvægt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Hún segir málið hafa valdið þingflokknum hugarangri og að þeim hafi fundist full ástæða til að fara yfir það frá A til Ö.Ekki æskileg vinnubrögð Skýrslan var birt opinberlega á föstudag. Í fréttum RÚV hefur verið fullyrt að skýrslunni hafi verið skilað til ráðuneytisins 13. september og að Bjarni hafi fengið kynningu á henni 5. október. Gagnrýnt hefur verið að skýrslan hafi ekki verið birt opinberlega samstundis, eða fyrir kosningar 29. Október þegar gengið var til kosninga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingflokkurinn hafi viljað setja sig vel inn í málið. „Þannig að auðvitað alveg ljóst að það var full ástæða til að skoða það vandlega áður en endanlegar ákvarðanir um stjórnarsamstarf voru teknar. Við vildum fara mjög vandlega yfir það eins og hefur komið fram þá hefðum við, þetta eru ekki vinnubrögð sem við hefðum ástundað í þessari stöðu og alltaf heppilegra að birta þessa skýrslu um leið og hún lá fyrir,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Við vildum bara heyra betur frá Bjarna hvað skýrði það hvernig að málum var staðið á þessum tíma og við gætum þá tekið afstöðu til þess hvort það væri eitthvað sem truflaði okkur eða ekki.“ Aðspurður segir Þorsteinn að þau hafi metið svör Bjarna viðunandi. „Við töldum að það væri ekki ástæða til annars en að halda áfram þó við hefðum ítrekað að við hefðum viljað sjá þarna öðruvísi staðið að málum og við hefðum lagt á það áherslu í umræðu um nýtt stjórnarsamstarf að það verði einmitt unnið með mjög vönduðum hætti og með gagnsæja stjórnsýslu að leiðarljósi. En að því sögðu þá töldum við skýringar Bjarna fullnægjandi og ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram.“Sjá einnig:Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður Þorsteinn segir þó að ekki hafi verið tekið til skoðunar að slíta stjórnarmyndunarviðræðum vegna málsins. „Nei það myndi ég ekki segja. Við töldum hins vegar fulla ástæðu til að fara mjög vandlega yfir málið. Það var ljóst að það væri að því eðli að við töldum að þarna hefðu augljóslega verið gerð mistök við afgreiðslu málsins á sínum tíma. Það vissulega heyrir til ábyrgðar síðustu ríkisstjórnar en við vildum vera með fulla vissu fyrir því að við hefðum góðan skilning á því hvernig þetta hefði borið til. Við fengum þær skýringar.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Benedikt upplýsti í gær í lokuðum hópi á Facebook sem trúnaðarmenn Viðreisnar hafa aðgang að hann hefði rætt málið við Bjarna og af því samtali megi ráða að um hafi verið að ræða frekar „klaufaskap og lélega dómgreind en ásetning um feluleik“, eins og Benedikt segir í færslunni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04
Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44