Fótbolti

Óánægja á Twitter: Ísland hefði átt að vinna FIFA-verðlaunin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool og Dortmund höfðu betur í kjörinu.
Stuðningsmenn Liverpool og Dortmund höfðu betur í kjörinu. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Íslands urðu að láta sér annað sætið duga í kjöri FIFA á bestu stuðningsmönnum ársins 2016.

Niðurstaðan var kynnt á hófi FIFA í Zürich í gær en stuðningsmenn Liverpool og Dortmund fengu flest atkvæði í kjörinu, sem fór fram á netinu, fyrir að sameinast í söng á You'll Never Walk Alone fyrir leik liðanna í Evrópudeild UEFA síðastliðinn vetur.

Íslenskir stuðningsmenn og víkingaklappið slógu í gegn á EM í fótbolta í sumar, þar sem okkar menn komu knattspyrnuheiminum í opna skjöldu með því að komast í 8-liða úrslit keppninnar.

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð nokkurra á Twitter við niðurstöðum kjörsins í gær en á þeim má sjá hversu víða um heiminn hróður íslenska stuðningsmanna hefur borist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×