Innlent

NY Times: „Nýr forsætisráðherra Íslands er sérfræðingur í glæpasögum“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Katrín Jakobsdóttir er nýr forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir er nýr forsætisráðherra. Vísir/Eyþór
„Nýr forsætisráðherra Íslands er sérfræðingur í glæpasögum,“ er fyrirsögn bandaríska stórblaðsins New York Times á umfjöllun vefútgáfu blaðsins um hina nýju ríkisstjórn Íslands sem tók við völdum í dag.

„Friðarsinnaður umhverfisverndarsinni og sérfræðingur í íslenskum glæpasögum,“ er umsögn blaðsins um Katrínu en í umfjölluninni er fjallað um vendingar síðustu vikna og farið yfir sviðið í íslenskum stjórnmálum.

Þar segir að Katrín muni stýra ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka sem búi yfir „naumum“ 35 sæta meirihluti á Alþingi. Þá er einnig fjallað um ákvörðun þingmanna VG, þeirra Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, að styðja ekki stjórnarsáttmálann, og segir New York Times að það geti styrkt stöðu stjórnarandstöðuflokkanna fimm.

Er þar stuttlega fjallað um Pírata sem sé samansafn „hakkara og anarkista“ sem ekki hafi tekist eða ekki viljað taka þátt í ríkisstjórninni. Þá er einnig minnst á Bjarta framtíð, sem blaðið segir að sé „hipsteraflokkur,“ sem hafi verið í ríkisstjórn ekki tekist að standa undir nafni og dottið út af þingi í kosningunum.

Umfjöllun New York Times má lesa hér.


Tengdar fréttir

„Þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna“

Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×