„Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 15:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fertugur og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar. Vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“ Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“
Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50