Innlent

Bein útsending: Ráðuneyti Bjarna lætur af störfum og ríkisstjórn Katrínar tekur við

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ríkisráðsfundirnir fara fram á Bessastöðum.
Ríkisráðsfundirnir fara fram á Bessastöðum. vísir/anton brink
Vísir sýnir beint frá ríkisráðsfundum á Bessastöðum sem fara fram nú síðdegis. Fráfarandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, klukkan 13:30.

Á fundinum verður staðfest lausnarbeiðni þeirrar ríkisstjórnar og ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, lætur af störfum. 

Síðari fundurinn hefst svo klukkan 15 þar sem forsetinn mun skipa nýtt ráðuneyti, ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður forsætisráðherra í þeirri stjórn.

Hér fyrir neðan má svo fylgjast með öllu því helsta og meira til í Vaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×