Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 14:17 Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Vísir Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52