Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2017 20:00 Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira