Fótbolti

Glódís Perla sænskur bikarmeistari með Rosengård

Elías Orri Njarðarson skrifar
Glódís Perla á ferðinni með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Glódís Perla á ferðinni með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Mynd/Getty
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni, varð sænskur bikarmeistari með Rosengård í dag.

Glódís Perla spilaði allan leikinn fyrir Rosengård en Glódís er nýgengin til liðs við félagið í sumar frá Eskilstuna en þetta var aðeins annar leikur hennar fyrir Rosengård.

Ásamt henni spilaði hin unga og efnilega Andrea Thorisdóttir síðustu tvær mínúturnar í leiknum. Andrea, sem á íslenskan föður og hefur leikið landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, hefur verið hjá Rosengård síðan árið 2015.

Lið Rosengård situr í öðru sæti í sænsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á eftir Linköpings sem eru efstar í deildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×