Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Ingvar Þór Björnsson skrifar 27. ágúst 2017 11:50 Fiann Paul við undirbúning ferðarinnar í júlímánuði Vísir/HÞ Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira