Allar verslanir með veipur, eða rafrettur, á Íslandi hyggjast bjóða reykingafólki upp á afslátt í marsmánuði í því skyni að fá reykingafólk til þess að skipta sígarettum út fyrir veipur. Er þetta liður í átaki sem nefnist Veipum til lífs og heilsu.
Í fréttatilkynningu frá samtökum verslananna, sem nefnast Sameiginlegt átak verslana með veipur á Íslandi, segir að þúsundir Íslendinga og tugir milljóna manna í heiminum hafi nýtt sér umrædda leið til að hætta að reykja.
„Með þessu vilja verslanirnar segja sígarettunum stríð á hendur og bjóða reykingafólki upp á einstaka og viðurkennda lausn til að hætta tóbaksnotkun,“ segir í tilkynningunni frá veipusölunum.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)