Hinir grunuðu gætu mætt hörku á Hrauninu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 11:00 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag VÍSIR/Anton Brink Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira