Erlent

Vladimír Pútín segist ekki eiga slæma daga því hann er ekki kona

Kjartan Kjartansson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP
Forseti Rússlands myndi ekki fara í sturtu við hliðina á samkynhneigðum manni til að „ögra“ honum ekki og segist ekki eiga slæma daga því hann er ekki kona. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtölum Vladimírs Pútín við bandaríska kvikmyndaleikstjórann Oliver Stone.

„Ég er ekki kona svo ég á ekki slæma daga. Ég er ekki að reyna að móðga neinn. Þannig eru hlutirnir bara náttúrulega. Það eru sannarlega náttúrulegar hringrásir“ segir Pútín meðal annars við Stone samkvæmt frétt The Guardian.

Stone fékk aðgang að rússneska forsetanum yfir tveggja ára tímabil fyrir heimildamynd sem hann vinnur að. Viðtölin verða birt í fjórum hlutum í næstu viku.

Pútín þverneitar einnig að samkynhneigt fólk sé ofsótt í Rússlandi þrátt fyrir að lög gegn „samkynhneigðum áróðri sem beinist að börnum“ hafi verið sett í landinu. Stone spurði Pútín hvort hann myndi fara í sturtu með samkynhneigðum manni.

„Ég kýs heldur að fara ekki í sturtu með honum. Til hvers að ögra honum? En þú veist að ég er júdómeistari,“ segir Pútín hlæjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×