Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Nær allar hraðamyndasektir Íslendinga innheimtast en því er öfugt farið með erlenda ferðamenn. VÍSIR/PJETUR Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira