Erlent

Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.
Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra. Vísir/afp
Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær. Átta létu lífið.

Saipov er ákærður fyrir að hafa framið hryðjuverk sem og að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann var skotinn af lögreglumönnum á vettvangi í gær. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.

Yfirvöld telja að Saipov hafi staðið einn að árásinni og að hann hafi snúist til öfga og orðið hliðhollur ISIS í Bandaríkjunum.

Hann muna hafa skipulegt árásina í margar vikur. Ók hann bifreið sem hann tók á leigu eftir fjölförnum hjólastíg. Keyrði hann á alla sem urðu á vegi hans áður en hann klesti á strætisvagn. Var hann handtekinn skömmu síðar.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki

Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk.

Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum

Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×