Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 12:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson standa fyrir nýjum stjórnmálaflokk, Samvinnuflokknum. Vísir/Valli Fréttin hefur verið uppfærð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki hefur náðst í Sigmund í dag til að fá þetta staðfest.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Sigmundur ákveðið að segja skilið við Framsóknarflokkinn og sendi hann frá sér ítarlegt bréf til flokksmanna Framsóknar í dag. Þar fór hann ítarlega yfir níu ára feril sinn innan flokksins og þykir honum mjög hafa verið að sér vegið undanfarið eitt og hálft ár eða svo.Björn Ingi ætlar ekki fram Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi lénsins samvinnuflokkurinn.is en segist ekki vera á leið í framboð. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ sagði Björn Ingi í samtali við fréttastofu í gær. Í bréfi sínu segir segir Sigmundur Davíð að vinnubrögð Framsóknarflokksins séu honum þvert um geð og að alls hafi í hans formannstíð verið gerðar sex tilraun til að fella hann af formannsstól. Hann hafi því staðið frammi fyrir tveimur valkostum þegar í ljós kom að boðað yrði til kosninga í lok október, að láta sig hafa vinnubrögð flokksins eða stofna nýtt framboð. „Hann er sá að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls með fólki sem er reiðubúið að starfa á sömu forsendum og við leituðumst við að gera frá 2009 til 2016. Bjóða upp á valkost sem svarar kalli tímans og bregst við upplausnarástandi stjórnmálanna með skynsemishyggju og réttlæti að leiðarljósi. Vinna með traustu og heiðarlegu fólki að því að mynda flokk sem hefur þolgæði og kraft til að standa vörð um það sem er sanngjarnt og rétt, líka þegar það er erfitt. Flokk sem getur veitt stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en er um leið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokk sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma,“ skrifar Sigmundur. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki hefur náðst í Sigmund í dag til að fá þetta staðfest.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Sigmundur ákveðið að segja skilið við Framsóknarflokkinn og sendi hann frá sér ítarlegt bréf til flokksmanna Framsóknar í dag. Þar fór hann ítarlega yfir níu ára feril sinn innan flokksins og þykir honum mjög hafa verið að sér vegið undanfarið eitt og hálft ár eða svo.Björn Ingi ætlar ekki fram Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi lénsins samvinnuflokkurinn.is en segist ekki vera á leið í framboð. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ sagði Björn Ingi í samtali við fréttastofu í gær. Í bréfi sínu segir segir Sigmundur Davíð að vinnubrögð Framsóknarflokksins séu honum þvert um geð og að alls hafi í hans formannstíð verið gerðar sex tilraun til að fella hann af formannsstól. Hann hafi því staðið frammi fyrir tveimur valkostum þegar í ljós kom að boðað yrði til kosninga í lok október, að láta sig hafa vinnubrögð flokksins eða stofna nýtt framboð. „Hann er sá að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls með fólki sem er reiðubúið að starfa á sömu forsendum og við leituðumst við að gera frá 2009 til 2016. Bjóða upp á valkost sem svarar kalli tímans og bregst við upplausnarástandi stjórnmálanna með skynsemishyggju og réttlæti að leiðarljósi. Vinna með traustu og heiðarlegu fólki að því að mynda flokk sem hefur þolgæði og kraft til að standa vörð um það sem er sanngjarnt og rétt, líka þegar það er erfitt. Flokk sem getur veitt stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en er um leið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokk sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma,“ skrifar Sigmundur.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira