Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:55 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira