Aðstandendur lýsa aðstæðum á Kópavogshæli: "Hann bíður þess ekki bætur að hafa verið þarna“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 19:15 Systir og mágur manns, sem dvaldi á Kópavogshæli í tæp þrjátíu ár, segja aðstæður á deild sem hann var vistaður á sem barn hafa verið skelfilegar. Hann muni ekki bíða þess bætur að hafa dvalið þar. Yngri bróðir Elsu Baldursdóttur var tólf ára gamall þegar hann var vistaður á Kópavogshæli. Hann er í dag greindur með einhverfu en einstaklingarnir sem dvöldu á Kópavogshæli glímdu við margskonar fatlanir. Allt frá líkamlegri fjölfötlun til andlegra veikinda. „Það gekk ekki að hafa hann heima. Hvar átti þetta fólk að vera? Það voru engin úrræði. En þetta var náttúrlega mjög erfitt oft og ógeðfellt á tímum,“ segir Elsa. Naktir einstaklingar gerðu þarfir sínar á gólfið Elsa segir aðstæður á Kópavogshæli hafa verið misslæmar eftir deildum. Verstar voru þær á deildum eitt og tvö. „Þar voru einstaklingarnir bara naktir. Og ráfuðu um eins og maður segir. Það var ósköp að þau bara gerðu sínar þarfir á gólfið og svona. Sumir í spennitreyjum,“ segir Kristján Guðmundsson, eiginmaður Elsu. „Þetta varð til þess að brjóta hann algjörlega niður, að setja hann innan um þessa einstaklinga sem skriðu þarna um á gólfinu. Og ég veit ekki hvort það má segja það, þú klippir það þá bara út, fitluðu við hann. Það var bara svoleiðis. Þeir vissu ekkert. Voru bara að fróa sér og svona bara þarna á gólfinu,“ segir Elsa. Hjónin taka fram að í dag býr bróðir Elsu á sambýli við góðan kost, þar sem hann er mjög ánægður, kominn á sextugsaldur. Hann hefur aldrei tjáð sig um vistina á Kópavogshælinu, enda talar hann lítið sem ekkert. Skýrslan hefur varpað ljósi á ýmislegt.Bróðir Elsu á barnsaldri.Borðaði þar til hann kastaði upp „Maður skildi aldrei hvað hann var ofsalega mikið fyrir að fá strax að borða þegar hann kom til mömmu sinnar. Það þurfti alltaf að byrja á að gefa honum að borða. Og það þurfti yfirleitt að stjórna því. Ef að þú stoppaðir hann ekki þá borðaði hann stundum þar til að hann kastaði upp,“ segja hjónin.Haldið þið að þetta lifi með honum, að hann geti beðið þess bætur að hafa upplifað þetta og verið þarna? „Nei. Hann er orðinn vel fullorðinn þegar hann fer af Kópavogshælinu og þá að fara að kenna honum. Það hefði verið hægt að kenna honum sem barni, maður sér það núna. Það var bara ekkert gert. Hann bíður þess ekkert bætur að hafa verið þarna, langt frá því. Við verðum að læra af þessu. Við getum ekki farið svona með einstaklinga.“ Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Systir og mágur manns, sem dvaldi á Kópavogshæli í tæp þrjátíu ár, segja aðstæður á deild sem hann var vistaður á sem barn hafa verið skelfilegar. Hann muni ekki bíða þess bætur að hafa dvalið þar. Yngri bróðir Elsu Baldursdóttur var tólf ára gamall þegar hann var vistaður á Kópavogshæli. Hann er í dag greindur með einhverfu en einstaklingarnir sem dvöldu á Kópavogshæli glímdu við margskonar fatlanir. Allt frá líkamlegri fjölfötlun til andlegra veikinda. „Það gekk ekki að hafa hann heima. Hvar átti þetta fólk að vera? Það voru engin úrræði. En þetta var náttúrlega mjög erfitt oft og ógeðfellt á tímum,“ segir Elsa. Naktir einstaklingar gerðu þarfir sínar á gólfið Elsa segir aðstæður á Kópavogshæli hafa verið misslæmar eftir deildum. Verstar voru þær á deildum eitt og tvö. „Þar voru einstaklingarnir bara naktir. Og ráfuðu um eins og maður segir. Það var ósköp að þau bara gerðu sínar þarfir á gólfið og svona. Sumir í spennitreyjum,“ segir Kristján Guðmundsson, eiginmaður Elsu. „Þetta varð til þess að brjóta hann algjörlega niður, að setja hann innan um þessa einstaklinga sem skriðu þarna um á gólfinu. Og ég veit ekki hvort það má segja það, þú klippir það þá bara út, fitluðu við hann. Það var bara svoleiðis. Þeir vissu ekkert. Voru bara að fróa sér og svona bara þarna á gólfinu,“ segir Elsa. Hjónin taka fram að í dag býr bróðir Elsu á sambýli við góðan kost, þar sem hann er mjög ánægður, kominn á sextugsaldur. Hann hefur aldrei tjáð sig um vistina á Kópavogshælinu, enda talar hann lítið sem ekkert. Skýrslan hefur varpað ljósi á ýmislegt.Bróðir Elsu á barnsaldri.Borðaði þar til hann kastaði upp „Maður skildi aldrei hvað hann var ofsalega mikið fyrir að fá strax að borða þegar hann kom til mömmu sinnar. Það þurfti alltaf að byrja á að gefa honum að borða. Og það þurfti yfirleitt að stjórna því. Ef að þú stoppaðir hann ekki þá borðaði hann stundum þar til að hann kastaði upp,“ segja hjónin.Haldið þið að þetta lifi með honum, að hann geti beðið þess bætur að hafa upplifað þetta og verið þarna? „Nei. Hann er orðinn vel fullorðinn þegar hann fer af Kópavogshælinu og þá að fara að kenna honum. Það hefði verið hægt að kenna honum sem barni, maður sér það núna. Það var bara ekkert gert. Hann bíður þess ekkert bætur að hafa verið þarna, langt frá því. Við verðum að læra af þessu. Við getum ekki farið svona með einstaklinga.“
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00
Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29
Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. 7. febrúar 2017 19:30
Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15